is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Búvísindi = Icelandic agricultural sciences >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19764

Titill: 
  • Titill er á ensku Models for simulating the temporal development of Siberian larch (Larix sibirica) plantations in Hallormsstaður Iceland
  • Jöfnur sem lýsa vexti lerkis (Larix siberica) á mismunandi aldursskeiðum á Hallormsstað.
Efnisorð: 
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Siberian larch (Larix sibirica) is one of the main tree species used in afforestation in Hallormsstaður (65.5ºN and 14.45ºW) and the adjacent area of north-east Iceland. Models for predicting the future growth and yield of managed and unmanaged stands are necessary components of modern forest management planning systems. Pioneering work was done by Pesonen et al. (2009) in modelling the growth of Siberian larch in Hallormsstaður. However, it was recently discovered that these models may overestimate the growth of dense stands and underestimate the growth variation between trees within a stand. This article reports updated models for Siberian larch based on a larger number of observations, most of which come from permanent sample plots. The new set of models consists of an algebraic difference model for dominant height, individual-tree models for diameter increment and tree height, and a logistic model for tree survival. The new model set was found to have little bias and behave logically in long-term simulations.

  • Síberíulerki (Larix sibirica) hefur verið aðaltrjátegundin í skógrækt á Hallormsstað og innanverðu Austurlandi og Norðausturlandi. Vaxtarföll sem áætla vöxt trjáa eru óaðskiljanlegur hluti af nútíma áætlanakerfi fyrir skógrækt. Án þeirra er ekki hægt að áætla lotulengd skógarins eða hvaða umhirðuaðgerðir skila mestum arði. Frumathuganir á vexti lerkis á Hallormsstað voru gerðar árið 2006 af Pesonen et al. (2009). Samanburður á þeim jöfnum og niðurstöður mælinga á föstum mæliflötum hafa hins vegar leitt í ljós að þær jöfnur ofmeta vöxt í þéttum skógi og vanmeta vaxtarmun á milli trjáa innan skógar. Í þessari grein eru birtar nýjar jöfnur fyrir síberíulerki og eru þær byggðar á stærra gagnasafni frá föstum mæliflötum sem hafa verið mældir frá 10 og upp í 50 ár. Nýju vaxtarjöfnurnar nota algebruföll við útreikninga á yfirhæð, þvermáls- og hæðarvexti einstakra trjáa og logistic aðhvarfsgreiningu til að lýsa sjálfgrisjun skógar. Til að athuga áreiðanleika nýju fallanna var hermilíkan látið framreikna vöxt skógar í 150 ár. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að föllin séu vel aðlöguð, hafi litla skekkju og hegði sér rökrétt þegar vöxtur er framreiknaður langt fram í tímann.

Birtist í: 
  • Icelandic agricultural sciences 25, 13-23
ISSN: 
  • 1670-567x
Samþykkt: 
  • 16.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Larus Heidarsson et al 2012.pdf1.63 MBOpinnPDFSkoða/Opna