is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19770

Titill: 
  • Tengsl þreks og efnaskiptalegra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma hjá íslenskum ungmennum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hin gangstæðu tengsl líkamsfitu og loftháðrar afkastagetu (þrek) við heilsufar eru þekkt en sjálfstæð áhrif þreksins eru óljósari. Hin hefðbundna framsetning á þreki og sterku tengsl þess við líkamsfitu gætu hafa vanmetið heilsufarsleg áhrif þess.
    Meginmarkmið rannsóknar var að skoða tengsl þreks og líkamsfitu við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hvort mismunandi framsetning á þreki hafi áhrif á þessi tengsl. Hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull, mittismál og þykkt húðfellinga voru mæld í 127 (66 kvenkyns) einstaklingum 17 og 23 ára. Hlutfall líkamsfitu (fituprósenta) og fitufrír massi (FFM) voru metin með tví-orku röntgengeislagleypnimælingu (e. dual energy X-ray absorptiometry). Þrekmæling var framvæmd með stigvaxandi, hámarks álagsprófi á hjóli (W/kg) og einnig sett fram sem hlutfall af FFM (þrekFFM, W/kgFFM). Heildarkólesteról háþéttni fituprótein, lágþéttni fituprótein, þríglýseríð (glúkósi, insúlín og HOMA (e. homeostatic model assessment) insúlínviðnámsstuðull (insúlín * glúkósi/22,5) voru mæld í blóði á fastandi maga.
    Þrek var marktækt tengt við heildarkólesteról, þríglýseríð, insúlín og HOMA eftir leiðréttingu fyrir aldri og kyni (r=-0,24 til -0,49, öll p<0,03). Allar líkamsfitumælingar voru tengdar við sömu breytur (r=0,21-0,53, öll p<0,05). Með leiðréttingu fyrir þreki að auki breyttust tengsl líkamsfitumælinganna við HOMA eða insúlín ekki (öll p<0,05) en tengslin við þríglýseríð og heildarkólesteról rofnuðu (öll p>0,05). Hins vegar rofnuðu tengslin milli þreks og efnaskiptalegra áhættuþátta þegar leiðrétt var fyrir þykkt húðfellinga eða fituprósentu sem gaf til kynna að sjálfstæð áhrif þreks væru engin (p=0,06-0,69). Aftur á móti var fylgni þrekFFM við efnaskiptalegu áhættuþættina marktæk (r=-0,25 til -0,32, p<0,02) sem sýndi fram á tengsl þreks eftir að líkamsfitan hafði verið fjarlægð.
    ÞrekFFM, sem er án allrar líkamsfitu, hefur tengsl við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en þrek, sem er tengt líkamsfitunni, hefur ekki sjálfstæð tengsl við áhættuþættina. Sjálfstæð tengsl þreks við áhættuþættina gætu hafa verið vanmetin hingað til með framsetningu á þreki sem tengist líkamsfitubreytum um of.

  • Útdráttur er á ensku

    Adiposity and cardiorespiratory fitness (CRF) are known to have counteracting effects on health but the independent role of CRF is debated. The way CRF is usually expressed and its strong relation to adiposity measures may have underestimated its effects on health.
    The purpose of this study was to determine the association of different expressions of CRF to metabolic risk factors independent or in the absence of adiposity. Height, weight, body mass index, waist circumference, and skinfold thickness (SKF) were measured in 127 (66 females) 17 and 23 year-olds. Estimates of body fat percentage (%Fat) and fat-free mass (FFM) were obtained from dual energy X-ray absorptiometry. CRF was evaluated from a maximal workload on a graded bicycle test (W/kg) and also expressed relative to FFM (CRFFFM, W/kgFFM). Fasting total cholesterol, high-density lipoprotein, low-density lipoprotein, triglycerides, glucose, insulin, and homeostasis model assessment (HOMA) were measured in the blood.
    After correcting for age and gender, CRF was significantly related to T-chol, TG, insulin, and HOMA (r=-0.24 to -0.49, all p<0.03). Similarly, all adiposity measures were related to the same variables (r=0.21-0.53, all p<0.05). Correcting the adiposity measures additionally for CRF did not affect their relation to HOMA or insulin (all p<0.05), but the relation to triglycerides and total cholesterol became non-significant (all p>0.05). However, correcting CRF for SKF or %Fat rendered the relation to metabolic risk factors non-significant suggesting no independent effects of fitness (p=0.06-0.69). On the contrary, fitnessFFM was significantly related to the metabolic risk factors (r=-0.25 to -0.32, p<0.02) illustrating an association of fitness in the absence of adiposity.
    CRFFFM, in the absence of adiposity, is associated with metabolic risk factors, whereas CRF, which is related to the adiposity measures, is not independently associated with the aforementioned factors. Previously, the independent effects of CRF to health may have been underestimated by using an expression of CRF strongly related to the adiposity measures.

Samþykkt: 
  • 17.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak M.Sc. 9.pdf732.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna