is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19771

Titill: 
  • Fæðuval, fæðuvenjur og holdafar 16 ára unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort munur væri á fæðuvali, fæðuvenjum og holdafari nemenda eftir því hvort þeir væru skráðir á íþróttabraut eða á almennar bók- eða verknámsbrautir en einnig hvort mun væri að finna á fyrrnefndum þáttum á milli kynja.
    Verkefnið er þversniðsrannsókn og þátttakendur sextán ára nemendur í tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er hluti af stærri rannsókn, HeF (heilsuefling í framhaldsskólum).
    Tvöhundruðogþrjátíu nemendur (101 strákur og 129 stelpur, 48 af íþróttabraut og 182 af öðrum brautum) svöruðu spurningalistakönnun en 177 mættu í holdafarsmælingar (hæð og þyngd og ummál mittis). Tvær skilgreiningar á hollustukvarða byggðum á fæðuráðlegggingum Lýðheilsustöðvar/Landlæknis voru útbúnar til að meta hversu vel nemendur fylgdu algengum ráðleggingum um heilsueflingu í tengslum við fæðuval.
    Helstu niðurstöður voru þær að nemendur á íþróttabraut höfðu marktækt betra fæðuval en nemendur á öðrum brautum. Þannig mátti t.d. sjá að stelpur á íþróttabraut borðuðu ávexti og ber oftar en stelpur á öðrum brautum (p=0,042) en sama mun var einnig að sjá meðal stráka á íþróttabraut samanborið við stráka á öðrum brautum (p=0,031). Þá mátti einnig sjá að stelpur á íþróttabraut drukku oftar kranavatn en stelpur á öðrum brautum (p=0,018) en tilhneigingu til marktækni var einnig að finna meðal strákanna, þar sem strákar á íþróttabraut drukku oftar kranavatn en strákar á öðrum brautum (p=0,120). Þegar litið er á mun á milli kynja má sjá að strákar borða oftar fisk en stelpur (p=0,001) en þeir borða einnig oftar kjöt (p=0,037), milligróft brauð (p=0,004), sýrðar mjólkurvörur (p˂0,001) og drekka oftar nýmjólk (p=0,003) en stelpur. Nemendur á íþróttabraut fylgja fæðuráðleggingum betur en nemendur á öðrum brautum (strákar (p˂0,001 skv. víðari skilgreiningum og p=0,013 skv. þrengri skilgreiningum og stelpur p=0,002 skv. báðum skilgreiningum). Mun var einnig að finna á milli kynja án tillits til námsbrauta en strákar fylgdu fæðuráðleggingunum betur en stelpur (p=0,001). Strákar á íþróttabraut höfðu marktækt lægri líkamsþyngdarstuðul en strákar á öðrum brautum (p=0,018) en sama mun var ekki að finna meðal stelpna (p=0,947). Strákar á íþróttabraut höfðu minna mittismál en strákar á öðrum brautum (p=0,015) en mittismál stelpna var mjög svipað á íþróttabraut og á öðrum brautum (p=0,608 ).
    Þegar litið er á þessar niðurstöður er hægt að álykta að ungt fólk sem er virkt í íþróttum, eins og við má búast af nemendum á íþróttabrautum, velji sér jafnframt heilsusamlegra fæði. Þeir nemendur sem stunda nám á bók- eða verknámsbrautum taka vissulega þátt í skólaíþróttum, og æfa jafnvel íþróttir eða stunda einhverja markvissa hreyfingu, en engu að síður eru nemendur af íþróttabrautum betur staddir hvað varðar fæðuval, máltíðaskipan og holdafar án þess þó að heilsa og lífsstíll hinna sé áhyggjuefni. Hugsanlegt er að fræðsla eða námsumhverfi nemenda á íþróttabrautum hafi eitthvað um fæðuvenjur að segja, en það þyrfti að rannsaka betur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to compare food choices, dietary habits and bodycomposition between highschool students with sports as their course of study (=sportstudents) and students focusing on other disciplines (=other fields). A secondary aim was to make a comparison between genders.
    The study is based on cross-sectional data from 16-year-old students from two highschools in the greater Reykjavik area. This is a part of a larger project, the Health Promotion in Highschool study (HeF). A total of 230 participants (101 boy and 129 girls, 48 sportstudents and 182 from other fields) filled out a questionnaire but 177 took part in bodycomposition measurements (height, weight and waistcircumference). Two differently strict definitions were made around the food based dietary guidelines of the Directorate of Health to see how well the students followed common health promoting goals on food choice.
    Sportstudents were shown to have significantly better food choice than other fields. For example, girls studying sports ate fruit and berries more often than their peers in other fields (p=0.042) and the same could be seen for boys (p=0.031). Sportsgirls also more often drank tapwater than the other girls (p=0.018) but for boys there was only a trend in the same direction (p=0.120). When the genders were compared, boys were found to eat most foods more often than girls; fish (p=0.001), meat (p=0.037), semi-wholegrain bread (p=0.004), cultured milk products (p<0.001) and full-fat milk (p=0.003). Sportstudents did better in following dietary guidelines than their piers from other fields (boys p<0.001 according to broader definitions of the guidelines and p=0.013 according to more strict guidelines; girls p=0.002 according to both definitions. When only comparing the genders, boys were found to be following the guidelines better than girls (p=0.001). Sportsboys had a lower body mass indes (BMI) than other boys (p=0.018) but no such difference was seen for the girls (p=0.947). Sportsboys also had lower waistcircumference than their peers in other fields (p=0.015), but girls of all courses of study seemed to have similar waistcircumference (p=0.608).
    Taken together it may be suggested that students that are actively involved in sports, as may be expected from teenagers choosing sports as their main study course, are also more likely to have healthier food choices. Students which have chosen other studyfields may of course also be physically active, both during physical education classes in school and even train some sports and be lead an active lifestyle. However, sportstudents are better off regarding both dietary choices, meal patterns and bodycomposition, while in our case the health and lifestyle of other students in also good an not to have worries about. It is plausible that some disparities in education or the study environment of sportstudents has an impact on their dietary habits, but this has to be investigated further.

Samþykkt: 
  • 17.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fæðuval, fæðuvenjur og holdafar 16 ára unglinga.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna