is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19778

Titill: 
  • Myndasögur. Um ritstýringu ljósmyndabóka með hliðsjón af völdum verkum Ragnars Axelssonar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar ljósmyndabækur eru bornar saman við hefðbundnar textabækur með tilliti til ritstýringar, er ýmislegt sem kemur upp í hugann. Til dæmis: hvernig hugsa ljósmyndarar verkin sín? Og: fer ritstýring ljósmyndabóka eins fram og annarra bóka? Flokkar ljósmyndabóka eru eins margir og fjölbreytilegir og flokkar annarskonar bóka. Hér mun ég einbeita mér að sögulegum ljósmyndum.
    Á árdögum ljósmynda var tæknin við að taka myndir flókin og mjög dýr og því alls ekki á allra færi að taka myndir eða láta taka af sér mynd. Ljósmyndir voru einnig lesnar bókstaflega. Í dag eiga hins vegar flestir myndavél og þær vélar geta tekið nær endalaust magn af myndum og lítið sem ekkert kostar að hlaða þeim inn í tölvuna. Þar fyrir utan er það þekkt staðreynd að í ljósmyndaheiminum í dag er flestu hægt að breyta, bæta við eða taka út í myndvinnsluforritum.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar mun ég skoða sögulega ljósmyndun og þá vinnu sem ljósmyndari þarf að vinna áður en hann tekur það sem myndi flokkast sem söguleg ljósmynd. Einnig verður litið til ritstýringar á slíkum verkum. Ég hef til hliðsjónar ritstýringarvinnu ákveðinna ljósmyndabóka Ragnars Axelssonar.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar verða skoðuð þrjú verk eftir Ragnar, með tilliti til ritstýringar á þeim. Hann vann töluvert í uppsetningu tveggja verka en kom sama og ekkert að vinnunni við það þriðja, fyrir utan að velja myndir til birtingar.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Valgerður Margrétardóttir.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna