is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19783

Titill: 
  • Fjármögnun á bifreiðamarkaði. Nýr fjármögnunarmöguleiki, vaxtalaus lán kynnt til leiks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessar ritgerðar snýr að íslenska bifreiðamarkaðnum og framgangi mála á honum á síðustu árum. Fjallað verður um nýskráningar bifreiða á tímum góðæris og þau gríðarlegu áhrif sem fjármála- og gjaldeyriskreppan árið 2008 hafði á sölu nýrra bifreiða hérlendis. Erlend bílalán þar sem stór hluti kaupverðs var fjármagnaður með lántöku voru vinsæl hjá íslensku þjóðinni fyrir hrun og verða helstu álitamál sem að þeim snúa tekin fyrir.
    Fjallað verður um þær leiðir sem einstaklingum og fyrirtækjum standa til boða í dag til fjármögnunar á nýjum bifreiðum.
    Nýr fjármögnunarmöguleiki, vaxtalaus lán, verður kynntur til leiks en sú nýjung á íslenskum bifreiðamarkaði var sett á stofn af BL bílaumboðinu í janúar 2014 en samkeppnisaðilar voru fljótir feta í fótsporin. Vaxtalausu lánin eru frábrugðin þeim lánum sem í boði hafaverið að því leyti að krafist er hærri útborgunar og þau eru ekki fáanleg til jafn langs tíma. Leitast verður við að finna hvaða fjármögnunar leið er hagkvæmasti kosturinn. Sett verða fram dæmi þar sem þeir möguleikar sem einstaklingar hafa til
    fjármögnunar eru bornir saman og kostir og gallar hverrar leiðar verða dregnir fram. Íslensk fyrirtæki eru sífellt að verða meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð sína og
    bílafjármögnunarfyrirtækin eru þar á meðal.Fjallað verður um svo kallaða græna stefnu sem innleidd hefur verið hjá fjármögnunar fyrirtækjunum en hugmyndafræðin á bak við hana er að stýra fólki í að kaupa vistvæna bíla fremur en þá sem menga mikið út frá sér.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármögnun á bifreiðamarkaði.pdf600.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna