is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19785

Titill: 
  • Hefur menning áhrif á börn útsendra starfsmanna? Dæmi tekin frá Japan
  • Titill er á ensku Does culture effect and have an impact on children of expatriates?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að rannsaka hvort og hvernig einstök menning Japana hafði áhrif á börn útsendra starfsmanna þar í landi. Viðhorf sex einstaklinga frá ólíkum löndum í þrem heimsálfum voru fengin og borin saman við kenningar Pollock um hvernig menning hefur áhrif á börn. Notast var við kenningar Geert Hofstede og Edwards Hall um menningu til að sýna fram á hina einstöku menningu sem ríkir í Japan, sem er gjörólík þeim menningarsamfélögum sem viðmælendurnir koma frá. Japan hefur mjög hátt gildi í menningarvíddum Hofstede eins og karllægni og óvissu-hliðrun og skilar það sér í viðamiklu skipulagi innan þjóðfélagsins og því að fólk í Japan hafi mikinn metnað. Japanir eru í eðli sínu mjög vinnusamir en einnig tilfinningalega lokaðir og bera ekki tilfinningar sínar á torg. Samkvæmt kenningum Halls er Japan með línulegan tíma og sýnir það sig aftur í skipulagi Japana og að hlutir eigi að gerast á ákveðnum tíma. Japanir leggja megin áherslu á samhengi orðanna og sést það í trausti í samböndum og líkamstjáningu þeirra í samskiptum.
    Í ritgerðinni var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Spurningalisti var lagður fyrir sex viðmælendur. Spurningalistinn samanstóð af opnum spurningum og spurningum þar sem viðmælendur voru beðnir að gefa stig eftir skala. Samskipti við viðmælendurna fór fram á netinu og svöruðu þeir spurningum rafrænt og sendu til baka í gegnum tölvupóst. Í ljós kom að menningin í Japan og búseta einstaklinganna þar hafði mikil áhrif á líf þeirra og gerir enn í dag. Í öllum tilfellum kom í ljós að einstaklingarnir áttu í erfiðleikum með að aðlagast sinni upprunalegu menningu á ný og fannst þeir vera rótlausir. Viðmælendurnir telja reynslu sína í Japan vera ómetanlega. Hún hafi gefið lífi þeirra aukið gildi, haft bein áhrif á framtíðarvæntingar þeirra og persónuleika eins og til dæmis umburðarlyndi, sveigjanleika og samskiptahæfni þeirra. Einnig kom í ljós að þótt viðmælendurnir komi frá þrem mismunandi heimsálfum, Ameríku, Afríku og Evrópu þá var japanska menningin gjörólík þeirri menningu sem þeir höfðu komið úr. Allir töldu sig hafa aðlagast japönsku menningunni fljótt og telja ástæðuna vera ungur aldur þeirra við komu til Japans.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún_Jónsdóttir_BSritgerð .pdf641.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna