is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19788

Titill: 
  • Lífeyrissjóðir. Þróun erlendra eigna
  • Titill er á ensku Pension funds. Development of foreign assets
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Erlendar eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru til umfjöllunar í þessari greiningu. Þróun eignastöðunnar er skoðuð frá þeim tíma að lífeyrissjóðirnir fengu heimild til að fjárfesta í erlendum eignum og samanburður er gerður milli einstakra lífeyrissjóða. Lagt er mat á æskilegt hlutfall erlendra eigna í eignasafninu og samanburður gerður við önnur lönd. Skoðað er hvort æskilegt sé fyrir íslensku lífeyrissjóðina að draga úr gengisáhættu með framvirkum gjaldmiðlasamningum. Fjallað er um áhrif gjaldeyrishafta á stöðuna í dag og hvernig hlutfall erlendra eigna getur þróast út frá breytilegum heimildum til fjárfestinga erlendis.
    Lífeyrissjóðirnir áttu um það bil 30% eigna sinna erlendis í árslok 2009 en hlutfallið var komið niður í rúmlega 22% í árslok 2013. Hlutfall erlendra eigna var mismunandi milli lífeyrissjóða við setningu gjaldeyrishafta og munurinn milli einstakra sjóða hefur aukist frá þeim tíma. Æskilegt er að hlutfall erlendra eigna sé á milli 30% og 40%, en það er um 40% hjá þeim löndum sem eru með líkasta fyrirkomulag á lífeyrismálum og Ísland. Mælt er með því að lífeyrissjóðirnir stefni að því að halda stöðugu hlutfalli erlendra eigna með kaupum og sölu eigna frekar en að draga úr gengisáhættu með framvirkum gjaldmiðlasamningum. Eins og staðan er í dag, þar sem óvissa ríkir um afnám hafta, ætti ekki að selja erlendar eignir nema til komi endurfjárfesting erlendis. Gjaldeyrishöftin í óbreyttri mynd gera það að verkum að erlendar eignir lífeyrissjóðanna koma að öllum líkindum til með að lækka áfram hlutfallslega og munur á hlutfalli erlendra eigna milli lífeyrissjóða heldur áfram að aukast. Lífeyrissjóðirnir eru misjafnlega í stakk búnir til að takast á við innlend áföll við þessar aðstæður. Mikilvægt er að heimila lífeyrissjóðum að auka við erlendar fjárfestingar þegar skref verða tekin til að aflétta höftum á erlendar fjárfestingar.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð_FS_lokaskjal.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna