is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19794

Titill: 
  • Úthýsing mannauðsmála. Rannsókn á úthýsingu mannauðsmála hjá íslenskum fyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er úthýsing mannauðsmála. Fyrirtæki í dag leita allra mögulegra leiða til að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum sínum og skapa sér sérstöðu. Mannauðsstjórnun er ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta nýtt sér til að reyna að greina sig frá samkeppnisaðilum. Framúrskarandi mannauðsþjónustu eykur líkurnar á því að fyrirtæki hafi yfir að ráða hæfu, ánægðu og metnaðarfullu starfsfólki. Það er þó ekki á allra færi að búa yfir framúrskarandi mannauðssþjónustu. Ef er staðan er slík hjá fyrirtækjum að þau geta ekki boðið upp á úrvals mannauðssþjónustu geta fyrirtæki nýtt sér þjónustu fyrirtækja sem taka að sér úthýsingar á sviði mannauðsmála. Á Íslandi starfa fjögur fyrirtæki sem skilgreina sig sem fyrirtæki sem taka að sér mannauðsmál fyrir önnur fyrirtæki. Markmið þessara ritgerðar er að komast að því hvort starfsemi þeirra sé í samræmi við þær fræðigreinar sem snúa að úthýsingu mannauðsmála og má finna á veraldarvefnum, bókasöfnum og kennslubókum. Þá er einnig reynt að komast að því hvort vaxtarmöguleikar séu til staðar á þessum markaði hér á landi.
    Í fræðilegu yfirliti þessarar ritgerðir er farið yfir helstu hlutverk mannauðsstjóra, tilgang og hlutverk úthýsingar og samskipti. Mikilvægt er að greina hvað gerir úthýsingu árangursríka og má finna ítarlega greiningu á því í fræðilega yfirlitinu.
    Byggt á þeim upplýsingum sem koma fram í fræðilega yfirlitinu var útbúinn til spurningalisti sem var sendur til starfsmanna þeirra fjögurra íslensku fyrirtækja sem taka að sér mannauðsstjórnun en það eru Atttentus, Capacent, Carpe Diem og Intellecta. Spurningalistinn samanstóð af fjórtán spurningum og eru spurningarnar tengdar úthýsingarstarfsemi.
    Niðurstöðurnar leiddu margt í ljós, meðal annars það að betri nýting stjórnenda virðist vera einn helsti ávinningur úthýsingar mannauðsmála en það er ef til vill ekki það sem kemur fyrst upp í hugann þegar rætt er um helstu ávinninga úthýsingar. Einnig kom það í ljós að helsti ókostur úthýsingar væri fjarlægð og takmörkuð viðvera. Það sem niðurstöðurnar sýndu fram á er að starfsemi úthýsingar á sviði mannauðsmála á Íslandi er í raun og veru í samræmi við þær fræðilegu greinar sem koma frá öllum kimum heimsins. Eftir á hyggja eiga þær niðurstöður ekki að koma á óvart en ef rýnt er í starfsemi mannauðsstjóra verður ljóst að þeirra helsta markmið er að þjónusta skipulagsheildinni og leiða fyrirtækið í átt að markmiðum sínum með áherslum á réttindi mannauðs. Fyrirtæki á Íslandi og fyrirtæki í Bandaríkjunum vilja eflaust það sama, ná árangri og dafna vel á markaði, og þar af leiðandi er starfsemi á Íslandi sambærileg erlendum rannsóknum og viðmiðum.
    Þá telja starfsmenn þessara fyrirtækja sem taka að sér mannauðsmál að miklir vaxtarmöguleikar séu til staðar. Helsta spurningin sem vaknar út frá því er hvernig hægt væri að knýja fram þessi vaxtartækifæri. Í grófum dráttum var þetta mjög áhugaverð rannsókn sem leiddi margt nýtt í ljós en á sama tími sannar hún gildi og mikilvægi ýmissa þátta.

Samþykkt: 
  • 18.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Davíð Ágúst Kúld Kristi nsson.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna