is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19823

Titill: 
  • Ímynd bardagafélagsins Mjölnis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hafa blandaðar bardagalistir notið aukinna vinsælda á undanförnum árum. Eftir því sem áhugi almennings eykst og þar með samkeppnin þurfa fyrirtæki að huga að ímynd sinni og hvaða hugmyndir fólk tengir við vörumerki þeirra. Fyrirtæki og viðskiptavinir þurfa að vera samstillt svo fyrirtæki haldi viðskiptum til frambúðar.
    Þessi ritgerð fjallar um ímynd bardagafélagsins Mjölnis. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að meta hvaða ímynd almenningur hefur á vörumerkinu Mjölni. Leitast var eftir því að svara rannsóknarspurningunni „Hver er ímynd bardagafélagsins Mjölnis í huga almennings?“.
    Notast var við bæði eigindlega og megindlega rannsóknaraðferð í verkefninu. Við gerð eigindlegu rannsóknarinnar var notast við óformleg viðtöl við 8 einstaklinga. Í megindlegu rannsókninni var send út spurningakönnun til nemenda í Háskóla Íslands og á samskiptamiðlinum Facebook.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að vörumerkið Mjölnir er efst í huga svarenda þegar kemur að bardagaíþróttafélögum. Félagið hafði mikla yfirburði hvað það varðaði og reyndist ekkert annað bardagafélag koma nálægt Mjölni. Einnig mældist Mjölnir með mjög jákvæða ímynd meðal þátttakenda, en 83% svarenda mátu ímynd Mjölnis sem jákvæða eða mjög jákvæða. Viðhorfið var sérstaklega jákvætt hjá ungu fólki.
    Einnig voru í rannsókninni 13 ímyndarþættir sem þátttakendur lögðu mat sitt á. Það var einn þáttur sem fólk taldi tengjast félaginu sterkara heldur en allir aðrir og var það íþróttamaðurinn Gunnar Nelson sem hefur gert garðinn frægan í blönduðum bardagalistum. Aðrir þættir sem einnig mældust hátt voru „erfitt“, „krefjandi“ og „MMA“ (blandaðar bardagaíþróttir). Þættirnir sem reyndust veikastir voru „tengist glæpum“ ásamt „slagsmálahundar“

Samþykkt: 
  • 19.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ímynd bardagafélagsins Mjölnis.pdf667.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna