is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19828

Titill: 
  • Verðlagning hlutafjárútboða á Íslandi. Stenst hún samanburð?
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á árunum 2008 og 2009 var íslenski hlutabréfamarkaðurinn við það að þurrkast út. Það var ekki fyrr en í desember 2011 að líf færðist í hann að nýju þegar Hagar voru skráðir á markað. Síðan þá hafa átta aðrar skráningar bæst við og spáð er áframhaldandi fjölgun á næstu árum.
    Til að komast að því hvort hinn frægi útboðsafsláttur sé við lýði hér á landi er mikilvægt að skilja verðlagningu og því voru öll níu útboðin skoðuð gaumgæfilega. Úr þeim voru mynduð fimm mismunandi eignasöfn sem borin voru saman við kauphallarvísitölur frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Við fyrstu sýn kom mikil undirverðlagning í ljós sem virtist halda sér til lengri tíma, jafnvel þó tölur væru færðar á raunvirði hvers lands fyrir sig. Við nánari skoðun kom í ljós að fyrstu tvær skráningarnar, Hagar og Reginn, báru þessa undirverðlagningu og ef þeim er sleppt er hún ekki til staðar. Þau félög sem voru skráð á markað árið 2013, svo sem N1, Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands sýndu góða ávöxtun á fyrsta viðskiptadegi sem hélt sér ekki til lengri tíma. Er það sambærilegt við niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar hafa verið í öðrum löndum. Þó var þar ákveðið högnunartækifæri til staðar þar sem fjárfestar gátu skráð sig fyrir útboðinu og selt við fyrsta tækifæri, en slíkt högnunartækifæri virðist ekki hafa verið til staðar þegar HB Grandi fór á markað vorið 2014.
    Niðurstaðan var því sú að undirverðlagning hafi verið til staðar í fyrstu skráningunum, en svo sé ekki lengur og ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að félag vaxi í virði og haldi virðisaukningu sinni eftir skráningu.

Samþykkt: 
  • 19.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingvar Linnet.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna