is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19853

Titill: 
  • Titill er á ensku Dietary intake and nutritional status of inflammatory bowel disease patients
  • Neysla og næringarástand sjúklinga með bólgusjúkdóma í meltingavegi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur og markmið: Sjúkdómsferli bólgusjúkdóma í meltingarvegi getur leitt til margra næringartengdra vandamála. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna mataræði og næringarástand hjá sjúklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi og að kanna hvaða fæðutegundir eru tengdar sjúkdómsvirkni.
    Aðferðir: Alls tóku 78 sjúklingar (35 karlmenn og 43 konur á aldrinum 18-74 ára) þátt í rannsókninni og var meirihlutinn (80%) í Infliximab lyfjagjöf. Þáttakendur svöruðu spurningalistum og fylltu út þriggja daga matardagbækur. Líkamssamsetning var mæld og blóðsýni tekin og könnuð var fylgni milli neyslu, inntöku, næringarástands og sjúkdómseinkenna.
    Niðurstöður: Meirihluti þáttakenda eða 87% töldu að mataræði hafi áhrif á sjúkdóms- einkenni og 72% hafa breytt mataræði sínu eftir greiningu. Algengustu fæðutegundirnar sem fólk neytir minna af eða sleppir voru mjólkurvörur (60%), unnar kjötvörur (55%), gosdrykkir (46%) og skyndibiti (44%). Flestir þáttakendur voru í ofþyngd (líkamsþyngdarstuðull=25-29.9) en 46% þáttakenda hefur verið greindur með einhverskonar næringarskort síðan þeir greindust með IBD (flestir með járnskort: 39%). Þáttakendur sem takmarka neyslu á kjötvörum voru með lægri ferritín gildi (47.5±38.6 vs. 95.1±73.5µg/L, P=0.011). Kalk og D-vítamín inntaka er ekki fullnægjandi en 65% þáttakenda nær ekki ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni eða kalki úr fæðu og voru 60% þáttakenda með D-vítamín blóðgildi undir 50 nmol/L.
    Ályktun: Sjúklingar breyta oft mataræði sínu til að reyna að hafa áhrif á sjúkdómseinkenni. Margir sjúklingar hafa verið greindir með næringarskort. Takmörkun á neyslu á mjólkurvörum og kjöti er algeng og getur haft neikvæð áhrif á inntöku og næringarástand steinefna eins og kalk og járn. Mælt er með að sjúklingar fái ráðleggingar frá næringarfræðingi og notkun á fæðubótarefnum fyrir þá sem eru í skorti.

  • Útdráttur er á ensku

    Background and aims: Inflammatory bowel disease (IBD) can lead to many nutritional problems. The aim of this study was to investigate diet and nutritional status of IBD patients.
    Methods: A total of 78 participants (35 men and 43 women aged 18-74 years) were included in this cross-sectional study, the majority (80%) receiving infliximab treatment. Participants filled out disease related questionnaires and a 3-day food record. Body composition was measured and blood samples were analyzed in order to estimate nutritional status.
    Results: The majority (87%) claimed that diet affects disease symptoms and 72% had changed diet accordingly. The most common foods restricted were dairy products (60%), processed meat (55%), soft drinks (46%), alcohol (45%) and fast food (44%). Body mass index was mostly in the overweight range (BMI= 25-29.9) but 46% of the participants had been diagnosed with some nutritional deficiency since IBD diagnosis (most common iron deficiency: 39%). Patients who restricted meat products had lower ferritin values (47.5±38.6 vs. 95.1±73.5µg/L, P=0.011). Intakes of vitamin D and calcium were not adequate (65% below recommended intake for both) and 60% had poor vitamin D status.
    Conclusion: IBD patients often change their dietary intake in order to affect disease symptoms. Many patients have a history of nutrient deficiency. Restriction of dairy and meat intake is common and can negatively influence intake or status of micronutrients like calcium and iron. Dietary advice by a dietician and use of potentially helpful dietary supplements is indicated.

Styrktaraðili: 
  • Landspítalasjóður
Samþykkt: 
  • 30.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóna Björk Viðarsdóttir.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna