is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19889

Titill: 
  • Laus jarðlög á milli Þverfellshorns og Kistufells í Esju
  • Titill er á ensku Mass-waste landforms between Þverfellshorn and Kistufell in the Esja mountain, South west Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar litið er á svæðið milli Þverfellshorns og Kistufells í Esju má sjá mikið magn lausra jarðlaga. Þegar rýnt er í landformin má skipta svæðinu í fjögur svæði út frá útliti. Svæði eitt og tvö hafa mikið magn þverhryggja og hóla. Bæði eru þetta landform sem gefa til kynna að þarna hafi orðið skriðuföll. Neðar á rannsóknarsvæðinu, á svæði þrjú og fjögur, hverfa alveg fyrri landform. Þarna eru hryggir áberandi sem liggja niður hlíðina. Þeir mynduðust þegar efnið rann þarna fram og dreifði úr sér á sléttlendinu fyrir neðan. Tvær áberandi urðartungur sjást fara þarna niður og er sú eystri mun meiri um sig. Þarna hafa orðið tvær tegundir skriða, á svæði eitt og tvö færðust skriðurnar til eftir brotsári sem er íhvolft upp á við. Þannig ná skriðurnar að varðveita nokkuð innbyrðis skipan efnisins. Á neðri svæðum (þrjú og fjögur), var skriðan af þeirri gerð sem kalla má flóð, þegar kurluð urðin flæddi niður hlíðina og breiddist út á sléttlendinu neðan hlíðarinnar.
    Hægt er að leiða að því líkum að um tvo aðskilda atburði hafi verið að ræða þar sem greinilegur munur er á milli eystri og vestari hluta rannsóknarsvæðisins.

  • Útdráttur er á ensku

    When looking at the area between Þverfellshorn and Kistufell in Mount Esja a large mass of debris deposits can be seen. Looking at the landforms the area can be divided into four smaller areas depending on their looks. Areas one and two have alot of transverse ridges and hills. Those landforms both indicate rotational slides. On areas three and four those landforms disappear and ridges that lie downstream become more prominent. Those ridges are leftovers since the material slid down and spreaded over the lowlands. Two very prominent debrisflows go down the hill to the lowland and the eastern one is a lot bigger than the other. On the whole research area there have been two kinds of landslides. On area one and two there are rotational slides that has a circular shear surfaces. That way the slide can hold on to its structure. Where areas one and two meet areas three and four it becomes a debrisflow when the smashed debris flowed down the hill and spread over the lowlands.
    It is possible to say that these are two seperate events becouse there is a clear difference between the eastern and western part of the research area.

Samþykkt: 
  • 7.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður Jón Björgvinsson.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna