is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19892

Titill: 
  • Titill er á ensku Multimodal training intervention : an approach to successful aging
  • Fjölþætt heilsurækt : leið að farsælli öldrun
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri og því er mikilvægt að
    rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll
    og fjölbreytt þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning í för með sér
    auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættuþáttum sem tengjast
    aldri. Virkur lífsstíll er meðal annars fólginn í reglubundinni hreyfingu sem
    felur í sér loftháða þjálfun og styrktarþjálfun. Slík þjálfun hefur sannað gildi
    sitt fyrir hjarta-, æða-, lungna- og stoðkerfi. Af yfirlitsrannsóknum má ráða að
    það sé nánast sannað að þjálfun hafi jákvæð áhrif á líkamsþrek, hagnýta
    hreyfigetu, athafnir daglegs lífs (ADL) og heilsutengd lífsgæði, ekki síst þegar
    veikburða eldri einstaklingar eru annars vegar.
    Gögn um daglega hreyfingu almennings gefa til kynna að rúmlega þriðjungur
    íbúa heims nái ekki einu sinni ráðlögðu lágmarki daglegrar hreyfingar.
    Þrátt fyrir mikla þekkingu á jákvæðum áhrifum af reglubundinni hreyfingu fer
    hreyfing minnkandi og árið 2009 var talið að hlutfall þeirra jarðarbúa sem
    væru óvirkir eða hreyfðu sig ekki sem neinu næmi væri um 17%.
    Í rannsóknum kemur fram að 6–10% dauðsfalla tengist sjúkdómum sem
    megi rekja til hreyfingarleysis. Talið er að þessi tala sé jafnvel hærri, eða um
    30% þegar um er að ræða tiltekna hjarta- og æðasjúkdóma tengda blóðþurrð.
    Árið 2007 var talið að koma mætti í veg fyrir um 5,5 milljónir dauðsfalla af
    völdum sjúkdóma, sem ekki eru smitandi, með því að fá kyrrsetufólk til að
    stunda hreyfingu. Hreyfingarleysi á heimsvísu hefur samt aukist þó að þekking
    á þjálfunaraðferðum sem leiða til bættrar heilsu hafi farið vaxandi. Þessu
    ástandi er líkt við heimsfaraldur því að það snertir ekki einungis heilsu fólks
    heldur eru afleiðingarnar einnig efnahagslegar, umhverfislegar og félagslegar.
    Í nýlegri skýrslu frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum eru settar fram
    mikilvægar ábendingar tengdar heilsu 65 ára og eldri einstaklinga. Helstu
    þættir sem nefndir eru og stuðla að góðri heilsu eru reglubundin hreyfing,
    æskileg næring og að forðast tóbaksreykingar. Helstu þættir sem aftur á móti
    stofna heilsu eldri aldurshópa í hættu eru minnkandi hreyfing, lítil ávaxta- og
    grænmetisneysla, offita og tóbaksreykingar. Rannsóknarniðurstöður frá 2011
    gáfu til kynna að um 33% einstaklinga, 65 ára og eldri, hreyfðu sig ekki, 73%
    borðuðu færri en fimm ávaxta- og grænmetisskammta á dag, 24% þeirra væru
    í offituflokki og 8% reyktu. Þessar niðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að koma á fót heilsutengdri íhlutun í samfélögum þjóða með það að markmiði að
    stemma stigu við áhættuþáttum tengdum heilsuleysi og um leið að auka
    markvissa hreyfingu og æskilega næringarinntöku meðal eldri aldurshópa.
    Markmið þessarar doktorsritgerðar var að athuga hvaða áhrif sex mánaða
    íhlutun sem byggð var á sex mánaða fjölþættri hreyfingu og ráðleggingum um
    næringu og heilsu hefði á helstu útkomubreytur eins og daglega hreyfingu,
    hreyfigetu, styrk, þol, líkamssamsetningu og þætti tengda hjarta og
    æðasjúkdómum. Markmiðið var jafnframt að skoða áhrif íhlutunar til lengri
    tíma, eða sex og tólf mánuðum eftir að íhlutunartímabili lauk. Ennfremur var
    athugað hvort áhrif íhlutunar væru ólík meðal eldri karla og kvenna í
    rannsókninni og hvort hún hefði mismunandi áhrif á ólíka aldurshópa. Með
    alþjóðlegar ráðleggingar og sjálfbærni að leiðarljósi var einnig reynt að meta
    hvort sú aðferð og íhlutun sem beitt var gæti reynst gagnleg fyrir eldri
    einstaklinga til að viðhalda eða bæta eigin heilsu til lengri tíma.

  • Niðurstöður
    Mælingar í upphafi rannsóknar, bæði með hreyfimæli og spurningalista,
    sýndu að dagleg hreyfing meirihluta þátttakenda var lítið brot af því sem er
    ráðlagt. Um 60% þátttakenda hreyfðu sig að jafnaði í 15 mínútur eða minna í
    hvert skipti sem þeir hreyfðu sig, sem er nokkuð undir alþjóðlegum
    ráðleggingum. Um 70% þátttakenda stunduðu göngur þrjá daga eða sjaldnar í
    hverri viku og um 10% þátttakenda stunduðu styrktarþjálfun. Sex mánuðum
    eftir 6-MTI gengu um 35% þátttakenda í 16–30 mínútur í hvert skipti sem þeir
    stunduðu hreyfingu og sama hlutfall gekk í lengri tíma en 30 mínútur.
    Göngudagar í hverri viku á þessum tímapunkti voru fjórir eða fleiri hjá
    rúmlega 50% þátttakenda og um 40% þátttakenda sögðust ganga tvisvar til
    þrisvar í viku. Styrktarþjálfunardagar hjá þátttakendum á þessum tímapunkti
    voru tveir eða fleiri hjá um 40% þátttakenda. Tæplega 60% stunduðu enga
    styrktarþjálfun á þessum tímapunkti. Einu ári eftir 6-MTI var staðan mjög
    svipuð og sex mánuðum á undan hjá fyrri þjálfunarhópi.
    Niðurstöður mælinga á hreyfigetu þátttakenda, hvort sem um er að ræða
    hópinn í heild, eldri karla eða konur sérstaklega eða mismunandi aldurshópa,
    sýndu verulega bætingu á útkomubreytum. Þetta á bæði við um
    heildarniðurstöður í SPPB-hreyfigetuprófi og í einstökum þáttum þess fyrir
    utan jafnvægi. Þar var getan mjög góð fyrir og því var rými til bætingar lítið.
    Sama á við um átta feta hreyfijafnvægisprófið (e. 8-foot up-and-go test) en
    þar urðu framfarir miklar. Í báðum þessum prófum héldust jákvæðu
    breytingar í að minnsta kosti eitt ár hjá fyrri þjálfunarhópi eftir að 6-MTI lauk
    og í að minnsta kosti sex mánuði hjá seinni þjálfunarhópi.
    6
    Að lokinni íhlutun kom í ljós aukning á styrk handa og fóta og einnig á
    6MW-þolprófi. Hinar jákvæðu breytingar héldust í 6MW þegar mælingar voru
    endurteknar sex og tólf mánuðum eftir að þjálfun lauk en styrkurinn færðist
    nær niðurstöðum upphafsmælinga á þessum tímapunktum án þess þó að fara
    niður fyrir upphaflegu gildin.
    Líkamssamsetning, svo sem þyngd, LÞS og fitumassi, batnaði við lok þjálfunartímabils.
    Þessar jákvæðu breytingar héldust ekki í öllum mælingum þegar
    þær voru skoðaðar sex mánuðum eftir íhlutunartíma. Jákvæðar breytingar á
    vöðvamassa áttu sér stað hjá fyrri þjálfunarhópi að lokinni 6-MTI en hélst óbreytt
    hjá seinni þjálfunarhópi. Við eftirfylgnimælingar voru jákvæðu áhrifin horfin.
    Varðandi mælingar á áhættuþáttum hjarta og æðasjúkóma, þá komu fram
    jákvæðar breytingar á ummáli á kvið, blóðþrýstingi, góðu kólesteróli (HDL),
    glúkósa og þríglýseríðum að lokinni sex mánaða íhlutun. Þessar breytingar
    héldust flestar sex mánuðum eftir að íhlutunartíma lauk þar sem meðal
    annars blóðþrýstingur hélt áfram að lækka.
    Ályktanir
    Rannsóknin sýnir mikilvægi þess að fylgjast með stöðu eldri aldurshópa á
    Íslandi. Hún sýnir einnig fram á ávinning af fjölþættri þjálfunaráætlun sem
    meðal annars fæli í sér daglega hreyfingu í formi þolþjálfunar og styrktarþjálfun
    tvisvar í viku. Niðurstöður sýna einnig greinilega að eldri aldurshópar
    geta haft margvíslegan ávinning af markvissri líkams- og heilsurækt ef tíðni
    æfinga, tímalengd þeirra og ákefð er vel skipulögð. Gera má ráð fyrir að
    þjálfun af þeim toga sem skipulögð var í rannsókninni geti komið í veg fyrir
    ótímabæra skerðingu á hreyfigetu, unnið gegn áhættuþáttum hjarta- og
    æðasjúkdóma og viðhaldið heilsutengdum lífsgæðum eldra fólks. Álykta má
    að þjálfun af þessum toga fyrir eldri aldurshópa ætti að vera þáttur í
    hefðbundinni heilsugæslu eldra fólks. Niðurstöður þessarar doktorsritgerðar
    undirstrika jafnframt þörfina á áframhaldandi þróun íhlutunaraðgerða fyrir
    eldri borgara svo þeir geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er
    án utanaðkomandi aðstoðar.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has demonstrated that the worldwide population is aging. It has
    also confirmed that physical activity (PA) can play a meaningful role in
    decreasing impairment characteristics of old age. Adopting a healthier and
    more active lifestyle that includes aerobic and resistance exercises has been
    demonstrated to reform cardiovascular, respiratory, and musculoskeletal
    parameters in older adults. Recent review articles have also concluded that
    there is strong evidence for the positive effects of exercise training on
    physical fitness, functional performance, activity of daily living and quality of
    life, even in frail older individuals.
    Available data about people’s daily activity indicate that about 30% of the
    world’s population is not meeting the minimum recommendation for PA, and
    in 2009, the global prevalence of inactivity was estimated at 17%. Despite
    promising positive trends in leisure-time PA in many countries, incidental PA
    patterns and activity connected to transportation or labor, the prevalence of
    PA is decreasing.
    Despite it being known that PA leads to positive results, inactivity among
    populations is still increasing. Research has established that 6–10% of all deaths
    from non-communicable diseases worldwide can be attributed to physical
    inactivity. This percentage is even higher for specific diseases, such as ischaemic
    heart disease, being about 30%. In 2007, about 5.5 million deaths globally from
    non-communicable diseases could theoretically have been prevented if people
    who were inactive had instead been sufficiently active. Despite greater
    knowledge of training methods that result in better physical health for all age
    groups, inactivity has increased and the issue is described as a pandemic, with
    far-reaching health, economic, environmental, and social consequences.
    In a relatively new statement from aging and health authorities in the
    United States, the National Report Card for the State of Aging and Health in
    America, 15 key indicators related to the health of adults aged 65 and older
    are defined. However, key indicators for health risk behaviours for older
    adults are lack of activity, eating fewer than five portions of fruit and
    vegetables per day, obesity, and current smoking. Results from a recently
    published study showed that 33% of older adults engaged in no leisure time
    activity, 73% were eating fewer than five portions of fruit and vegetables daily, 24% were obese, and 8% were currently smoking. This underlines the
    importance of establishing specific health intervention efforts in communities
    in different countries in order to address preventable health risks among
    older adults and at the same time encourage systematic PA and preferable
    nutrition among older adults.
    Aims
    The aim of this dissertation was to examine the effects of a 6-month
    multimodal training intervention (6-MTI) and nutrition and health counseling
    on different variables, such as functional performance, strength, endurance,
    body composition and metabolic risk factors. The aim was also to evaluate at
    6- and 12-month follow-ups the effects and sustainability of a 6-MTI.
    Furthermore, the aim was to investigate the effects on the different sexes
    and to see whether they were different between older males and females.
    Another goal was to examine the 6-MTI effect and long-term effects on
    participants, who were divided into three different age groups. Finally, the
    aim was to evaluate whether the applied 6-MTI design and methodology
    could form a sustainable strategy for developing and maintaining the health
    of older age groups with regard to international recommendations.

  • Útdráttur er á ensku

    Main results
    The main results concerning PA at baseline showed that most of the
    participants did little PA according to international guidelines. About 60% was
    physically active for 15 minutes or less each time they walked, which is far
    from the international recommendation. Seventy percent of the participants
    walked three days or less each week and about 10% participated in RT. Six
    months after the 6-MTI about 35% walked 16 to 30 minutes every time they
    walked, and 35% walked longer than 30 minutes when they walked. About
    50% had four or more walking days in every week at this time-point and 40%
    said they walked 2–3 days a week. About 40% of the participants had two or
    more resistance-training days 6 months after the 6-MTI, but about 60% did
    not do any kind of RT. One year after the intervention the status was similar,
    both in endurance and RT participation.
    The results from physical performance tests for the whole group, male or
    female separated or different age groups, showed remarkable changes. This
    concerns the main results in the SPPB-test except balance which had a ceiling
    effect. The results from the dynamic balance 8-foot up-and-go test were
    10
    similar. In both these tests the results were maintained for at least one year
    after the 6-MTI.
    An improvement after the 6-MTI was seen in the strength tests for hand
    and thigh and also in the 6MW endurance test. The positive changes were
    maintained in the endurance test at 6 and 12 months follow-up but the
    strength went back to baseline.
    Changes in body composition, such as weight, BMI and fat-mass were for
    the better at the end of the 6-MTI. These changes were not all maintained in
    the follow-up phases. An increase was seen in total lean mass by the
    immediate intervention group, but in their control phase, 6 months after the
    6-MTI, the total lean mass decreased back to baseline and the total fat mass
    increased at the same time.
    A decrease was seen in the cardiometabolic risk factors, waist circumference,
    systolic and diastolic blood pressure, after the 6-MTI by the immediate
    intervention group. The same results were seen for the delayed intervention
    group in their intervention period. Most of these changes were maintained at the
    6-month follow-up, where the blood pressure kept on decreasing.
    Conclusions
    The study shows how important it is to pay attention to the health status of
    older adults. The research also points to the benefit of a multimodal training
    intervention that consists of daily PA in the form of walking and RT twice a
    week. The research outcome clearly shows that older adults can obtain
    multiple benefits by participating in systematic physical training where
    frequency, duration and intensity are well organized. One can assume that
    training of this sort, as organized in the study, can prevent premature
    impairment of mobility, work against cardiometabolic risk factors and
    maintain the quality of life of older adults. One can conclude that training of
    this sort for older age groups should be a part of regular healthcare for
    seniors. The results of this thesis emphasize the need for continued
    development of interventions for this age group to support older individuals
    in keeping up their activity of daily living as long as possible.

Samþykkt: 
  • 7.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar - 12 9 14 III.pdf6.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna