ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19903

Titill

Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi 2006-2012. Tíðni, áhættuþættir og afdrif sjúklinga

Skilað
Júní 2014
Útdráttur

Inngangur: Eftir kransæðahjáveituaðgerð getur þurft að grípa til enduraðgerðar til að stöðva blæðingu. Langtíma afdrif þessar sjúklinga eru lítið rannsökuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tíðni enduraðgerða vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi, skilgreina áhættuþætti enduraðgerða og kanna langtíma lifun sjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2006-2012. Sjúklingar sem gengust undir enduraðgerð voru bornir saman við þá sem ekki þurftu enduraðgerð. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, m.a. um notkun blóðflöguhemjandi lyfja fyrir aðgerð. Úr rafrænni skrá Blóðbanka fengust upplýsingar um gjöf blóðhluta í og eftir aðgerð. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og forspárþættir enduraðgerða reiknaðir með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 45 mánuðir og miðaðist eftirfylgd við 1. apríl 2013.
Niðurstöður: Í 62 (6,6%) af 940 aðgerðum þurfti enduraðgerð vegna blæðingar (4,4% fyrir valaðgerðir) og hélst tíðnin svipuð milli ára. Sjúklingar í enduraðgerðarhópi höfðu oftar skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (11,5% sbr. 4,9%, p=0,04) og vinstri höfuðstofnsþrengsli (58,1% sbr. 42,9%, p=0,03). Í enduraðgerðarhópi tóku 62,9% sjúklinga acetýlsalicylsýru en 49,9% í viðmiðunarhópi (p=0,06). Aðgerðatengdir þættir, þ.á.m. aðgerðartími, voru sambærilegir í báðum hópum. Meðalblæðing <24 klst. frá aðgerð var rúmlega helmingi meiri í enduraðgerðarhópi (1919 ml sbr. 857 ml, p<0,001) og þeim voru gefnar þrefalt fleiri einingar af rauðkornaþykkni. Ekki reyndist marktækur munur á legutíma eða heildartíðni alvarlegra fylgikvilla. Dánartíðni <30 daga var 4,8% eftir enduraðgerð og 1,9% í viðmiðunarhópi (p=0,14). Þriggja ára lifun var einnig sambærileg (89,5% sbr. 95,5%, p=0,29). Aðhvarfsgreining sýndi notkun aspiríns spáði ekki fyrir um enduraðgerð en kvenkyn var verndandi sjálfstæður forspárþáttur (ÁH = 0,3).
Ályktanir: Tíðni enduraðgerða var 6,6% sem er í hærra lagi borið saman við flestar erlendar rannsóknir. Þessi sjúklingar þurfa oftar blóðhlutagjafir, en legutími, 30 daga dánarhlutfall og langtímalifun reyndist ekki marktækt síðri en hjá sjúklingum sem ekki fóru í enduraðgerð. Sjúklingum virðist því vegna vel eftir kransæðahjáveituaðgerð hér á landi, jafnvel þótt þeir þurfi að gangast undir enduraðgerð.

Samþykkt
13.10.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Enduraðgerðir vegn... .pdf586KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna