is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19946

Titill: 
  • Fagurfræði vensla. Kenningar Nicolas Bourriaud um ný form í myndlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru skoðaðar kenningar Nicolas Bourriaud sem hann setti fram í bók sinni Fagurfræði vensla árið 1998. Í bókinni fjallar hann um ný viðmið sem hann greindi í aðferðum listamanna sem voru að hefja feril sinn upp úr 1990 í Evrópu, og höfðu að útgangspunkti sínum heild mannlegra vensla og samfélagslegt samhengi þeirra, fremur en sjálfstætt, lokað rými.
    Bourriaud leggur áherslu á að hann sé ekki heimspekingur og að kenningar hans byggist á því sem hann verður vitni að á vinnustofum listamanna. Hugmyndir hans um venslalist eru þó í grunninn marxískar og póst-strúktúralískar. Í greiningu sinni nýtir hann kenningar heimspekingsins Louis Althusser, einkum til þess að átta sig á virkni hugmyndafræði og sköpunar sjálfsverunnar. Bourriaud nýtir sér kenningar heimspekingsins og sálgreinandans Félix Guattari, til þess að varpa ljósi á að listamenn eru þess meðvitaðir að tengslin flæða um allt og að hinir óendanlegu möguleikar vensla, milli tákna, tungumáls og sögunnar, eru aðstæður nútíma listsköpunar.
    Í ritgerðinni eru hugmyndir Bourriaud úr bókinni Fagurfræði vensla reifaðar og ferli hans gerð skil. Einnig er gerð grein fyrir helstu hugmyndum þeirra Althusser og Guattari og tengslum þeirra við kenningar Bourriaud. Þá er fjallað um hugtakið Altermodern, sem Bourriaud hugsar sem mögulegan arftaka póst-módernismans, en Altermodern var titill Tate þríæringsins árið 2009, sem hann stýrði. Í því samhengi verða nokkrar aðrar stefnur í heimspeki og listum 20. aldarinnar skoðaðar. Auk þessa er litið til helstu gagnrýnisradda. Að lokum verður svo hugað að því hver áhrif kenninga Bourriaud eru og hvort þær eigi raunverulegt erindi. Í stuttu máli er markmið ritgerðarinnar að kanna hvað felist í kenningum Bourriaud og hvaða þýðingu slík kenningasmíð hefur, fyrir listsköpun, heimspeki og samfélag.

Samþykkt: 
  • 22.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Inga Hrólfsdóttir.pdf522.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna