is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19957

Titill: 
  • Umhverfisáhrif ferðaþjónustu : sorphirða, salernisaðstaða og fráveita í Landmannalaugum, Ásbyrgi og við Gullfoss
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjöldi ferðamanna til Íslands hefur tvöfaldast síðastliðinn áratug. Álag og umhverfisáhrif á vinsælum ferðamannastöðum hefur aukist ásamt uppbyggingu nauðsynlegra innviða og auknum ágangi á náttúruna. Friðlýst svæði, sem oft eru viðkvæm, eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna enda oft falleg svæði og náttúruperlur. Erfitt hefur reynst að láta uppbygginguna halda í við aukningu gesta á vinsælum ferðamannastöðum, sem veldur því að sumsstaðar er aðstöðunni ábótavant. Í þessari ritgerð var aðal áhersla gagnaöflunar á sorphirðu, salernisaðstöðu og ástand rotþróa í Landmannalaugum, Ásbyrgi og við Gullfoss. Flokkun sorps á þessum stöðum er skoðuð ásamt aðgengi og sýnileika ruslatunna. Þrif á salernisaðstöðu er athugaður og metið hvort fjöldi salerna standist kröfur reglugerðar um hollusthætti nr. 941/2002. Nýtni rotþróa er metin út frá fjölda nauðsynlegra tæminga á ári sem gefur vísbendingar um hvort stærð hennar sé fullnægjandi. Íbúaígildi rotþróa er svo metið út frá hámarks dagsálagi og nauðsynleg lágmarksstærð rotþrónna reiknuð. Einnig er metið hvort fráveitukerfin uppfylli kröfur um tveggja þrepa hreinsun.

Samþykkt: 
  • 27.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umhverfisáhrif ferðaþjónustu - Sorphirða, salernisaðstaða og fráveita í Landmannalaugum, Ásbyrgi og við Gullfoss.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna