is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20015

Titill: 
  • Foreldrasamstarf i leikskóla : væntingar pólskra foreldra til leikskóla og viðhorf leikskólakennara til menntunar barna af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ísland er í dag að verða fjölbreyttara samfélag að því leitinu, að fleiri einstaklingar af erlendum uppruna setjast hér að og stunda nám og vinnu.
    Mikilvægt er að sinna vel börnum af erlendum uppruna, því ekki er auðvelt fyrir þau að koma inn í íslenskan leikskóla, þar sem allt önnur menning ríkir en þau eru vön. Það er margt sem þessi börn þurfa að aðlaga sig að og ber að taka tillit til þess.
    Rannsóknir um samstarf heimilis og leikskóla sýna, að allir foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því, hvað henti barni þeirra og hvaða þjónustu það þurfi. Oft vita foreldrar ekki hvaða þjónusta er í boði og er það hlutverk leikskólakennara, að sýna þeim, hvaða réttindi þeir hafa í kerfinu. Því er það hlutverk leikskólans, að leita eftir upplýsingum frá foreldrum og hlusta á skoðanir þeirra.
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna væntingar þriggja pólskra mæðra í Ísafjarðarbæ til leikskólagöngu barna þeirra og að kanna hvernig þrír leikskólakennarar í Ísafjarðarbæ telja sig koma til móts við börn af erlendum uppruna. Bera síðan saman væntingar mæðranna og lýsingar leikskólakennaranna á því, hvernig þeir taka á móti og vinna með börn af erlendum uppruna, finna hvað er sameiginlegt í væntingum mæðranna og aðgerðum leikskólakennaranna og hvað greinir þarna á milli. Síðan verða niðurstöðurnar notaðar til að finna lausnir, sem byggja á kenningum um fjölmenningarlegt skólastarf.
    Í rannsókninni var leitast við að svara spurningum „Hverjar eru væntingar þriggja pólskra mæðra til leikskólagöngu barna sinna“ og „Hvernig upplifa þrir leikskólakennarar hlutverk sitt og aðferðir við að vinna i fjölmenningarlegum leikskóla og með börn af erlendum uppruna“. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir sem fólust í vðtölum við þrjár pólskar mæður og þrjá leikskólakennara í Ísafjarðarbæ. Rannsóknin fór fram vorið 2014.
    Helstu niðurstöður sýna, að væntingar foreldra barna af erlendum uppruna varðandi leikskólagöngu barna þeirra eru, að leikskólann sé mikilvægur fyrir börnin til að aðlagast íslensku samfélagi og kynnast íslenskri menningu. Það kemur líka fram, að mæðurnar vilja eiga gott samstarf milli leikskóla og heimilis og fá allar upplýsingar um dagleg starf hans. Allir foreldrarnir hlökkuðu til að barnið þeirra fengi tækifæri til að leika við börn á sama aldri, læra að fara eftir reglum og læra íslensku.
    Í viðtölum við leikskólakennarana kom fram, að þeir eru allir tilbúnir til að taka á móti börnum af erlendum uppruna, þó það sé ekki til nein áætlun um það í flestum leikskólum Ísafjarðabæjar. Þeir töldu, að mikilvægt sé að ná til alla foreldra barna af erlendum uppruna og til að auðvelda það, þá þarf að hafa kennara af erlendum uppruna í hverjum leikskóla og það sé alveg frábært að hafa fjölbreyttan starfsmannahóp í leikskólum, því samfélagið hér á Íslandi er að verða fjölmennilegt.

Samþykkt: 
  • 5.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldrasamstarf i leikskóla.pdf789.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna