is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20017

Titill: 
  • „Nú þurfum við að hjálpast að við lesturinn“ : lestrarkennsla á miðstigi grunnskóla
  • Titill er á ensku Now we need to help each other with our reading
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að auka þekkingu og varpa ljósi á þær kennsluaðferðir sem kennarar nota við kennslu lesturs á miðstigi grunnskóla og sýnt er að virki vel fyrir nemendur. Með kennslu er átt við það skipulag sem kennarinn hefur á kennslu sinni, samskipti við nemendur, viðfangsefni og námsefni í því skyni að nemendur læri það sem að er keppt. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða lestrarkennsluaðferðir virka vel á miðstigi?
    Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn. Tekin voru viðtöl við fimm kennara og þrjá stjórnendur í þremur skólum sem hafa sýnt góðan og stöðugt betri árangur í lestri á samræmdum prófum. Úrtakið í rannsókninni flokkast undir tilgangsúrtak. Í skólunum er nemendafjöldi yfir 300 í fyrsta til tíunda bekk.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur nota lestrarkennsluaðferðir bæði við kennslu í lesfimi og lesskilningi sem rannsóknir sýna að gefi góðan árangur. Stefnumörkun og námsmat skólans hafa áhrif á hvaða aðferðir eru valdar til lestrarkennslu. Kennarar byggja sitt val á námsmati sem segir til um hvaða þætti lesturs þarf að þjálfa. Skipulag skólastarfsins ræður síðan hvernig þær aðferðir eru útfærðar. Kennarar höfðu trú á nemendum og lögðu ríka áherslu á að finna leiðir til að efla lestrarfærni hvers og eins með dyggum stuðningi stjórnenda. Mikil áhersla er lögð á samstarf við foreldra í tengslum við lestrarþjálfun heima.
    Það er von mín að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist kennurum og skólastjórnendum til þess að efla lestrarfærni nemenda. Jafnframt að þær beini sjónum að fleiri þáttum sem eru mikilvægir svo lestrarkennsluaðferðir virki vel á miðstigi eins og skipulagi skóla og samvinnu við foreldra. Þessir þættir hafa áhrif á frammistöðu nemenda í lestri.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to gather knowledge and information about the methods used efficiently by teachers when teaching reading to students from grade five to grade seven. This includes lesson plans, teacher-student interactions, and subjects and materials chosen to ensure the students reach their set goal. The study seeks to answer the question: Which methods have proven themselves to be the most efficient when teaching students of grade five to seven better reading skills?
    The study is a qualitative case study. Interviews were conducted with five teachers and three heads of departments from three schools which have shown progressively good results in the standardized Icelandic national assessments when it comes to reading. The sample classifies as a purposive sample. All three schools have over 300 pupils, ranging from grade one to ten.
    The study concludes that when teaching reading fluency and comprehension, participants use methods that research has shown to give positive results. Each school’s strategy and assessment influences which methods are used to teach reading. The teachers make their choise based on the assessments that indicate which reading skills need more work. How those methods are then executed depends on the school’s organization. The teachers believed in their students and tried as they might to find ways to strengthen each student’s reading skills, with the support of their superiors. They also stressed the importance of parent cooperation when it comes to practicing reading at home.
    Hopefully the results of this study will assist teachers and heads of departments in strengthening their students reading skills even further. Furthermore that they will bring into light other factors that contribute to the success of the methods used to teach reading in grade five to seven, like school organization and parent collaboration. These are influential factors in students performances in regards to literacy.

Samþykkt: 
  • 5.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Melsted-new.pdf843.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna