is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20020

Titill: 
  • Innleiðing á Moodle námsumsjónarkerfinu í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
  • Titill er á ensku Implementation of Moodle Learning Management System in Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með verkefninu var að innleiða Moodle námsumsjónarkerfið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í stað þess námsumsjónarkerfis sem verið hafði í notkun frá því fjarnám hófst við skólann árið 2001. Verkefnið stóð yfir í ríflega tvö ár eða frá haustönn 2010 til loka haustannar 2012. Um var að ræða starfendarannsókn þar sem ég sem starfsmaður skólans kannaði eigin starfsvettvang og starfshætti. Ég sem stjórnandi verkefnisins hafði umsjón með að þjálfa kennara og auka þannig færni þeirra í starfi með það fyrir augum að bæta skólastarfið og skólamenninguna. Stýrihópur var stofnaður sem hafði ákveðnu hlutverki að gegna í innleiðingunni og ákveðin verkefni með höndum, vinnusmiðja fyrir kennara var sett á laggirnar, námsgögn útbúin og kennurum boðið upp á kennslustundir í Moodle sem teknar voru upp. Gögnum var safnað með eigindlegum og megindlegum aðferðum. Stýrihópur svaraði skriflega spurningum sem lagðar voru fyrir meðlimi hópsins. Viðhorfskannanir voru lagðar fyrir kennara og fjarnemendur voru beðnir um að leggja mat á Moodle námsumsjónarkerfið.
    Niðurstöður viðhorfskannana leiddi meðal annars í ljós að þátttakendur voru almennt jákvæðir gagnvart nýju námsumsjónarkerfi. Meirihluti kennara var mjög sammála eða frekar sammála þeim fullyrðingum að þeir hefðu gert breytingar á námsáföngum sínum við yfirfærslu yfir í nýtt námsumsjónarkerfi og að nýtt kerfi hefði góð áhrif á þeirra kennslu.
    Meirihluti fjarnemenda voru mjög sammála eða frekar sammála þeim fullyrðingum að þeim líkaði vel við Moodle námsumsjónarkerfið og að þeir hefðu verið fljótir að læra á kerfið.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this assignment was to implement the Moodle Learning Management System at Comprehensive College at Ármúli and replace the one which had been in use since distance learning began at the school in 2001. The project spanned over two years, from the autumn semester of 2010 until the end of autumn semester 2012. It was an action research where I, an employee of the school, researched my own field of work. I as the director of the project supervised the training of the faculty and thereby increased their skills with the goal of improving school work and school culture. A steering committee was founded with a certain role in mind during the implementation. A workshop for the faculty was put in place, study material made and the faculty offered lessons in Moodle.
    Data was collected with both quantitative and qualitative research. The steering committee gave written answers to questions which were put before them. Opinion polls were submitted to faculty and distance students were asked to assess the Moodle learning management system.
    The results of the opinion polls showed that participants were generally positive towards a new learning management system. A majority of the faculty very much agreed with or agreed with statements that they had made changes to their courses as they switched to a new learning management system and that the new system had had a positive influence on their teaching.
    A majority of the distance students very much agreed with or agreed with statements that they liked the Moodle learning management system and that they had been quick to learn how to use the system.

Samþykkt: 
  • 5.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_InnleidingMoodle_HJO.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna