is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20030

Titill: 
  • „Það er svo óþolandi að maður þurfi að sætta sig við það að maður þurfi í raun að gera ráð fyrir að þetta geti gerst!“ Um áhrif nauðgunarmenningar á daglegt líf kvenna
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Nauðgunarmenning hefur verið skilgreind sem menning sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegu ofbeldi gegn konum og samþykkir það ofbeldi og ótta kvenna við ofbeldið sem norm (Buchwald o.fl., 2005). Ótti kvenna við nauðganir er veigamikill þáttur í nauðgunarmenningu. Í erindinu verður fjallað um þennan ótta og hvað konur gera til þess að koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað og því lýst hvernig ótti nauðgunarmenningar getur stjórnað lífi þeirra. Erindið byggir á eigindlegri rannsókn á nauðgunarmenningu. Tekin voru rýnihópaviðtöl við stúdenta úr fjórum háskólum á höfuðborgarsvæðinu og viðtöl við brotaþola nauðgunar og sérfræðing sem starfar náið með brotaþolum, en viðmælendur voru alls 23 talsins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nauðgunarmenning sé rótgróið fyrirbæri í íslensku samfélagi. Konur skynja ótta við nauðganir og að það hefur mikil áhrif á þeirra daglega líf. Ótti kvenna er raunhæfur og um leið hamlandi. Ótti við nauðgun er kynbundið fyrirbæri sem karlar virðast ekki upplifa með sama hætti og konur. Óttinn við að vera nauðgað er einn af þeim þáttum sem viðheldur ójafnrétti kynja og heldur konum undirskipuðum í samfélaginu.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 7.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er svo óþolandi_Stjórnmálafræðideild.pdf558.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna