is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20052

Titill: 
  • Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnunum Reykjavíkurborgar : „það sem skiptir mestu máli í mannlegu eðli í dag er hugrekki og seigla“
  • Titill er á ensku What are the experiences of principals' of Reykjavik city's employee engagement surveys?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er krafa um framsækið skólastarf og samkvæmt íslenskum lögum ber skólastjórnendum grunnskóla að vinna að innra mati skólastarfs á markvissan og kerfisbundinn hátt. Einn þáttur í þessu mati eru vinnustaðakannanir á vegum sveitastjórna sem lagðar eru fyrir starfsfólk grunnskóla árlega.
    Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða reynslu skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar og hvort þeir telji niðurstöður hennar nýtast til umbóta í skólastarfi.
    Rætt var við átta skólastjóra sem starfa hjá Reykjavíkurborg sem höfðu nokkra reynslu af vinnustaðakönnunum, fjóra karlmenn og fjórar konur sem og einn mannauðsráðgjafa af Skóla- og frístundasviði. Rannsóknin var eigindleg með fyrirbærafræðilegri nálgun og var gögnum safnað með hálfopnum viðtölum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að flestir viðmælendur rannsóknarinnar telja að vinnustaðakönnun gagnist þeim vel sem tæki til umbóta í skólastarfi. Einnig kom fram ákveðin óánægja á meðal skólastjóra sem tekin voru viðtöl við, um að þeim fannst tengslin við yfirmenn hafa minnkað. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að auka þurfi samvinnu, eflingu og samtal á milli skólastjóra og yfirmanna á Skóla- og frístundasviði um framkvæmd könnunarinnar og hugsanlega hvernig spurningar í könnuninni eru orðaðar þannig að hún nýtist sem best.
    Við frekari greiningu gagna var stuðst við hugmyndafræði þjónandi forystu, skoðað hvort greina mætti hana í niðurstöðum rannsóknarinnar og hvort hún endurspeglist í vinnustaðakönnunum. Þjónandi forysta er talin gagnleg nálgun við stjórnun til þess að efla starfsfólk, auka starfsánægju og bæta stjórnunarhætti. Vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar beinist sérstak-lega að þessum þáttum. Í viðtölunum komu fram vísbendingar um þjónandi forystu í viðhorfum skólastjóra til verkefna sinna. Skóla- og frístundasvið hefur skýra stefnu og öfluga mannauðsdeild og fundar reglulega með skólastjórum.
    Vinnustaðakannanir eins og þessar kosta bæði tíma, af hálfu þeirra sem standa að henni, þeirra sem sjá um fyrirlagnir og úrvinnslu og þeirra sem gefa sér tíma til að svara könnuninni auk þess fjármagns sem Reykjavíkurborg ver í þetta verkefni. Mikilvægt er að skólastjórar nýti sér þær upplýsingar sem úr niðurstöðum fást til að gera gott skólastarf enn betra.
    Áhugavert væri að gera frekari rannsókn á vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar, gera samanburð við önnur sveitarfélög og hvernig samspil þjónandi forystu og þátta sem nýttir eru til umbóta í skólastarfi hafa áhrif á skólastarf.

  • Útdráttur er á ensku

    There is a strong demand in Iceland for progressive schooling and according to Icelandic laws elementary principals shall assess the quality of the schooling in a systematic manner. One of the tools that principals have at their disposal for this task is the annual employee engagement.
    This study explores the experience and usefulness of these surveys according to the principals in Reykjavík.
    Semi-structured interviews were held with eight principals in Reykjavík, four men and four women, where all the participants have had previous experience with employee engagements surveys. In addition a separate interview was held with a human resource consultant from the school district office in Reykjavík.
    This study is qualitative with a phenomenological approach.
    The findings of this study indicate that the interviewees believe these surveys are a useful tool for reform in the school. The findings also indicate certain dissatisfaction among the interviewed principals who felt there is a growing distance between them and senior administrators. The findings suggest there is reason to take a closer look at the co-operation, empowerment and dialogue between principals and senior school administrators regarding the utilisation of the survey and review some of the questions.
    The philosophy of servant leadership was used when the data was analysed. Particular focus was on the perceptions of the principals to see if indicators of servant leadership would be identified, and further if employee engagement surveys reflect this in some way. In the interviews indications emerged that principals use servant leadership in their day-to-day work.
    The results of this study suggest that employee engagement survey can give valuable insight into environment at the school. These studies are costly and time consuming. Therefore it is of special importance that principal’s use the information and results obtained to make good schools even better.
    It would be interesting to do further research on these surveys, make comparisons with other municipalities and study how the interaction of Servant leadership and factors which are utilized for reform in education, affect schoolwork.

Samþykkt: 
  • 20.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_thoranna_lokaskil_oktober14.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna