is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20053

Titill: 
  • Nauðungarvistanir vegna geðraskana: Viðhorf aðstandenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá fram viðhorf einstaklinga, sem staðið höfðu að nauðungarvistun fjölskyldumeðlims með geðröskun, til þjónustu við bæði sjúklinga og aðstandendur. Niðurstöðurnar gefa mikilvæga innsýn í reynsluheim átta einstaklinga. Rannsóknarefnið var nálgast út frá hugmyndafræði grundaðrar kenningar og fyrirbærafræði (e. phenomonology). Markmið rannsókna sem byggja á fyrirbærafræði er að rannsaka hóp einstaklinga sem gengið er út frá að hafi sömu reynslu og vonast eftir því að öðlast dýpri skilning á þeirri reynslu sem þeir hafa orðið fyrir.
    Niðurstöður rannsóknarinnar taka til fjölda viðhorfa til mismunandi atriða en þau meginþemu sem komu fram eru: þjónusta heilbrigðiskerfisins, verklag, aðkoma félagsþjónustu að þjónustu við fólk með geðraskanir og álag á aðstandendur. Meirihluti viðmælenda var þeirrar skoðunar að betra væri ef aðstandendur skrifuðu ekki undir beiðni um nauðungarvistun. Viðmælendur kölluðu eftir því að heilbrigðiskerfi og félagsþjónusta tækju meiri ábyrgð og sýndu meira frumkvæði í umönnun geðsjúkra.
    Þónokkuð var um að viðmælendur teldu verklag við nauðungarvistanir óskýrt og flókið. Aðstandendur upplifðu skort á eftirfylgni í þjónustu í kjölfar nauðungarvistunar og töldu starfsemi geðdeilda snúast um neyðaraðstoð í stað innihaldsríkrar meðferðar. Viðmælendur virtust ekki kenna starfsfólki um slaka meðferð og eftirfylgni heldur skorti á fjármagni og úrræðum. Viðmælendur lýstu enn fremur upplifunum sem benda til þess að á Íslandi mæði þjónusta og aðstoð fyrir fólk með geðröskun töluvert á aðstandendum, sem þurfa að vera einhvers konar milliliður milli sjúklings sem vill ekki þiggja þjónustu og þess kerfis sem á að þjónusta hann.
    Lykilorð: Nauðungarvistun, aðstandendur, geðheilbrigðisþjónusta, löggjöf, verklag.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain insight into the opinions of individuals who have generated an involuntary commitment of a close family member. The outcome of this research gives an important account of the views of eight persons with such experience. This research is a qualitative interview study based on phenomenology and grounded theory. The goal of phenomenological research is to study a group of people who are believed to share an experience in order to obtain a deep understanding of their experience and opinions.
    The findings of this research include different opinions on diverse aspects of mental health care in Iceland and the process of involuntary commitment. The majority of interviewee´s felt that it would be better if the responsibility of signing a petition for involuntary commitment was not in the hands of family members. The family members called for more initative and responibility from mental health services and social services regarding the caretaking of mentally ill people. They expressed their opinion that work procedures in the mental health care regarding involuntary commitment were unclear and complicated. The family members also experienced a lack of follow-up and aftercare and felt that the therapy was mostly based on medication. Their experience of the staff was positive but they felt that a lack of funding and resources was the main reason for inadequate therapy. The family members felt they had to be a middleman between the mentally ill family members and the health care they need, but will not receive voluntary.
    Keywords: involuntary commitment, work procedure, family members, mental health care, legislation.

Samþykkt: 
  • 21.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð.Gunnar Þór Gunnarsson.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna