is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20058

Titill: 
  • Ófrjósemi: Upplifun og viðhorf kvenna sem að eru í tæknifrjóvgunarmeðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ófrjósemi og afleiðingar þess er vandamál sem hrjáir fjölmörg pör á Íslandi. Þó að tæknifrjóvgunarmeðferðir séu til staðar fyrir þennan hóp getur það reynt á líkama og sál að fara í gegnum slíkar meðferðir. Gerð var eigindleg rannsókn á upplifun og viðhorfum kvenna sem höfðu farið í gegnum tæknifrjóvgunarferli og fengið neikvæða niðurstöðu. Tekin voru viðtöl við 8 konur á aldursbilinu 29-38 ára með hálfstöðluð opin viðtöl sem mælitæki. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á líðan kvenna sem staddar væru á milli tæknifrjóvgunarmeðferða. Helstu niðurstöður voru þær að ástæður fyrir vali þeirra að gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferðir eru að konurnar upplifðu þrýsting frá samfélaginu vegna ríkjandi staðalímynda ásamt því að finna hjá sjálfri sér ríka þörf til að ganga með barn. Flestar konunar höfðu óraunhæfar væntingar til árangurs úr tæknifrjóvgunarmeðferðum. Margar þeirra töluðu um að upplifun þeirra við því að fá neikvæða niðurstöðu væri á við sorgarferli og því fleiri misheppnaðar meðferðir, þeim vonminni yrðu þær um árangur. Nokkrum fannst undarlegt hversu auðvelt væri að fá að fara í tæknifrjóvgunarferlið. En niðurstöður rannsóknarinnar benda einmitt til að ekki sé farið nægilega eftir lögum um tæknifrjóvgun hvað varðar félagslega þáttinn. Almennt fannst þeim tæknifrjóvgunarferlið vélrænt og í öllum tilfellum töluðu konunar um að skort hefði á aðgang að stuðningi frá fagaðilum, s.s. félagsráðgjöfum.

Samþykkt: 
  • 21.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerð-prent-5.pdf750.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna