is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20061

Titill: 
  • „Þessi endalausa óvissa“: Reynsla foreldra í greiðsluvanda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu foreldra í greiðsluvanda og kanna reynslu þeirra og upplifanir. Tvær tegundir eigindlegra aðferða voru notaðar. Annars vegar var framkvæmd stefnugreining á aðgerðum og úrræðum fyrir einstaklinga og fjölskyldur í greiðsluvanda. Hins vegar voru tekin viðtöl við fimm pör foreldra barna á grunnskólaaldri sem leitað höfðu til umboðsmanns skuldara vegna greiðsluvanda.Niðurstöður stefnugreiningar sýna að gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til að draga úr greiðslu- og skuldavanda heimilanna, með misjöfnum árangri. Tölfræðilegar upplýsingar benda til að fjárhagsstaða heimilanna fari batnandi en að enn eigi stór hluti þeirra í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði sinni og ná endum saman. Niðurstöður viðtalsrannsóknarinnar sýna að greiðsluvandi hefur víðtæk áhrif á lífskjör, líðan og félagslega þátttöku foreldra. Þá gefa frásagnir viðmælenda til kynna að greiðsluvandinn hafi haft minni áhrif á börn þeirra, fjölskyldulíf og samskipti fjölskyldumeðlima en fyrri rannsóknir hafa sýnt. Frásagnir viðmælenda sýna jafnframt að sú óvissa sem skapast vegna greiðsluvanda ýti undir vanlíðan þeirra og getu til að takast á við aðstæður sínar. Því þurfi að vinna á heildrænan hátt með einstaklingum og fjölskyldum í greiðsluvanda, til að draga úr neikvæðum afleiðingum hans á heilsu þeirra og líðan. Stefnugreining og frásagnir viðmælenda gefa til kynna að ekki hafi verið hugað af markvissum hætti að viðeigandi úrræðum hvað sálfélagslegar afleiðingar greiðsluvanda varðar og að aðgengi einstaklinga og fjölskyldna í greiðsluvanda að þjónustu fagaðila, til dæmis félags- og fjölskylduráðgjafa, sé takmarkað.
    Lykilorð: Efnahagshrun, greiðsluvandi, skuldavandi, foreldrar, lífskjör, bjargir, líðan, samskipti, félagsleg þátttaka

Samþykkt: 
  • 21.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA+Unnur+Ósk+Pálsdóttir+-+lokaútgáfa.pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna