is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20072

Titill: 
  • Stuðningsúrræði starfsmanna barnaverndar. „Þetta er í raun bara það sem hefur alltaf verið gert“
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar var að skoða hvað felst í beinni vinnu barnaverndarstarfsmanns á tímabili áætlunar um meðferð máls og þeim stuðningi sem hann veitir skv. 24 gr. barnaverndarlaga. Höfundur kannaði einnig við hvað starfsmaður styðst þegar kemur að því að ákvarða hvernig vinnan skuli útfærð og hvaða aðferðafræði og kenningar hann nýtir helst við vinnuna. Viðfangsefnið hefur ekki áður verið rannsakað, hvorki hér á landi né erlendis. Gildi rannsóknarinnar er því bæði fræðilegt og hagnýtt en niðurstöðurnar geta nýst við stefnumótun og skipulagningu í málaflokknum og þannig leitt til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur sem njóta þessara úrræða. Tilgangsúrtak var notað við val á þátttakendum sem allir voru starfsmenn barnaverndarnefnda og áttu auk þess sameiginlegt að vera félagsráðgjafar. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og viðtöl tekin við átta einstaklinga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stuðningsviðtöl barnaverndarstarfsmanna séu ráðgjafarviðtöl og vettvangur þar sem starfsmaður uppfyllir starfsskyldur sínar og veitir stuðning. Viðmælendur sögðust veita leiðbeiningar um uppeldi og aðbúnað barns í slíkum ráðgjafarviðtölum eftir föngum og samhliða annarri vinnu í viðtalinu en fáir sögðust sinna meðferðarvinnu í starfi sínu. Viðmælendur sögðust styðjast við huglæga þætti í tengslum við útfærslu vinnunnar. Allir viðmælendur lögðu ríka áherslu á að viðhafa starfshætti sem stuðla að góðri samvinnu en minni áherslu mátti greina á skipulega notkun kenninga og aðferða í vinnu með skjólstæðingum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru ráðgjafarviðtölin einu beinu samskipti barnaverndarstarfsmannanna við börn og fjölskyldur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja áhuga rannsakanda á að kanna hvort börn og fjölskyldur telji viðtölin fela í sér stuðning en rannsóknarniðurstöður sýndu að viðtölin eru oft stopul og í þeim er megináhersla lögð á mat og eftirlit.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this essay is to examine the direct contribution of Child Welfare employees while a treatment plan is in place and also the amount of support they give to their clients, based on section 24 of the Child Welfare Laws. This essay also investigates which references Child Welfare employees use when deciding on courses of action and which methods and theories they use. This subject has never been investigated before, neither in Iceland nor abroad, which makes this research both theoretically and practically valid. The findings can be useful in making policies and applying organization to this field of work, thus leading to improvement for children and families who are the subjects of such measures. A convenience sample was used to choose the participants. They are all Child Welfare employees and they are all social workers. The researcher used qualitative research methods and interviewed eight individuals.
    The findings of this research suggest that interviews intended as support act as counselling interviews and a forum for the case worker to fulfill his obligations and give support to his clients. Instructions on upbringing and childcare are given in such interviews when possible and alongside other topics. Few of those interviewed claim to give therapy as part of their work. They use subjective references when making work related decisions. All participants emphasized the importance of good cooperation but less emphasis was on using methods and theories when working with the clients. The findings suggest that counselling interviews produce the only direct contact case workers have with the children and their families. The author would be interested to know if children and their families feel supported by the interviews since the findings suggest that the interviews do not take place on a regular basis and emphasize assessment and control.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin inná skemmu (1).pdf977.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna