is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20092

Titill: 
  • Menntun til sjálfbærni – skilyrði til innleiðingar : eigindleg rannsókn á viðhorfum og skilningi grunnskólakennara og skólastjórnenda
  • Titill er á ensku Education for sustainable development – conditions for implementation. A qualitative study of the attitudes of compulsory school teachers and principals
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjálfbærni er fyrir mörgum nýtt og flókið hugtak. Forsenda breyttra lífshátta í anda sjálfbærrar þróunar er skilningur á hugtakinu. Aðalnámskrá grunnskóla 2011/13 setur sjálfbærni inn sem einn af sex grunnþáttum menntunar.
    Tekin voru hálfopin viðtöl við 12 grunnskólakennara sem kenna á mið- og unglingastigi og einnig við þrjá skólastjóra. Viðmælendur voru bæði af höfuðborgarsvæðinu og frá smærri sveitarfélögum utan þess. Kosið var að nota grundaða kenningu við að greina gögnin.
    Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig grunnskólakennarar og skólastjórnendur skilja sjálfbærni eða sjálfbæra þróun, hvernig þeir sjá hlutverk sitt við að innleiða grunnþáttinn sjálfbærni og hvernig aðstoð þeir telja sig helst þurfa.
    Þegar viðmælendur voru beðnir um að skilgreina sjálfbæra þróun gekk það í flestum tilfellum vel. Það kom því á óvart að þeir töldu sig helst þurfa betri skilning á hugtakinu. Sýn kennaranna á hlutverk sitt við að innleiða grunnþáttinn sjálfbærni í daglega kennslu var oftar en ekki óljós. Einnig vantaði þá rýmri undirbúningstíma, bæði fyrir innleiðinguna og almennt fyrir kennslu, aðgang að verkefnabanka og þeir óskuðu eftir meiri áherslu á þverfaglega kennslu.
    Sjálfbærni byggir á þremur stoðum; umhverfi, samfélagi og efnahag. Menntun til sjálfbærni þarf að taka á þeim öllum. Umhverfismennt snýst hins vegar aðallega um umhverfið. Hugmyndir viðmælendanna um umhverfi, auðlindir og ábyrga nýtingu þeirra voru samofnar sjálfbærni í hugum þeirra flestra. Þeir litu ekki á menntun til sjálfbærni og umhverfismennt sem tvær greinar, heldur á umhverfismennt sem hluta af menntun til sjálfbærni.
    Viðhorf skólastjórans skipti sköpum í þessu efni. Talað var við þrjá skólastjóra sem höfðu mjög ólíka sýn á hlutverk sitt við innleiðinguna. Þeir voru ekki allir sammála um tilgang menntunar til sjálfbærni í skólunum.
    Að skólastjórinn væri tilbúinn að læra um sjálfbærni og merkingu hennar með kennurunum, eða gæti leitt þá umræðu, hvatti kennarana áfram. Skýr stefna frá skólastjórnendum er mikilvæg fyrir kennara, sérstaklega þegar verið er að innleiða nýjar áherslur í skólastarfi.
    Í Skemmu (skemma.is) hefur safnast saman mikið magn kennslu-verkefna og -hugmynda sem nemendur háskóla á Íslandi hafa unnið á undanförnum árum. Í Verkfærakistunum aftast í ritgerðinni er samantekt á verkefnum o.fl. sem nýst gæti grunnskólakennurum við að tengja sjálfbærni inn í verkefni, kennslu og skólastarf.

  • Sustainability is to many a new and complicated concept. To be able to actively incorporate it into daily life it must be understood. The Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools 2011/13 introduces sustainability as one of its six fundamental pillars.
    Semi-structured interviews were taken with 12 teachers and three principals. Interviewees were both from the greater capital area and from smaller municipalities. This is a grounded theory study.
    The focus of this study was to get some insight into how teachers and principals understood sustainability and sustainable development, how they saw their role in implementing the pillar of sustainability and what kind of assistance they thought would benefit them most.
    Most of the participants defined sustainability well, but when asked what sort of assistance they needed, they almost all said better understanding of the concept. The participants rarely saw their role in implementing the pillar of sustainability clearly. More time for preparations, more emphasis on interdisciplinary studies and an accessible collection of projects were the other forms of assistance most needed.
    The concepts environment and natural resources and their responsible use were thoroughly intertwined in the minds of most of the teachers. Environmental education was seen as a part of education for sustainability.
    The principals’ attitudes were critical. The three principals that were interviewed had fundamentally different views on their roles in incorporating the pillar of sustainability. On top of that they did not all agree on the usefulness of education for sustainability in schools.
    A principal willing to learn with the teachers what sustainability means, or who is in the forefront of that discussion, encourages the teachers. A clear policy from the principal is important for the teachers, especially when incorporating new emphases into the school curriculum.
    Skemma (skemma.is) holds a large collection of teaching materials and teaching ideas that university students in Iceland have developed in the last years. In the Verkfærakista following this thesis is a list of publicly accessible projects and other material that hopefully will help teachers incorporate education for sustainability and environmental education into their curriculum.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
menntun_til_sjalfbaerni.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerð þessa má afrita með ljósritun, stafrænt eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án sérstaks leyfis, enda sé það gert í þágu markmiða verkefnisins, að efla menntun til sjálfbærni. Skylt er að vísa til heimildar og gjarnan má hafa samráð við höfund.