is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20098

Titill: 
  • Legóþjarkar og vélræn högun á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla : leiðsagnarvefur fyrir kennara og nemendur.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni til meistaragráðu á sviði menntunarfræða er fólgið í útgáfu leiðsagnarvefs ásamt greinargerð. Vefurinn er ætlaður grunnskólakennurum og nemendum þeirra sem vilja fást við tæknilegó þar sem reynir á forritun og vélræna högun þjarka. Í greinargerðinni er leitast við að draga fram þau gildi er einkenna verkefnavinnu með yngri nemendum sem fást við að hanna, byggja og forrita þjarka úr legókubbum. Þar verður helst staldrað við leik sem sjálfsprottna leið til náms og þroska, en einnig þátt sköpunar og ígrundaðrar hugsunar í ferli sem er marksækið og lausnamiðað. Enn fremur verður staldrað við gildi samvinnu og samskipta til að byggja upp þekkingu. John Dewey og Seymour Papert eru þeir fræðimenn sem helst er vitnað til í greinargerðinni, ekki síst vegna áherslu þeirra beggja á gildi verkhyggju og hlutverk hennar í að byggja upp þekkingu. Papert er einnig fumkvöðull hvað snertir forritunarkennslu fyrir börn og á stóran þátt í frumþróun legóþjark-anna með framlagi sínu á forritunarumhverfinu LEGO/Logo en með því vildi hann ýta undir sköpun í uppeldi og skólastarfi og efla rökhugsun.
    Í greinargerðinni lýsir höfundur aðdragandanum að efnisvali sínu og reifar stuttlega áratuga langa sögu Melaskóla í forritun og legóþjarkagerð. Enn-fremur lýsir höfundur uppbyggingu kennslu í vinnu með legóþjarka byggða á fyrrgreindum gildum. Eins og fram hefur komið er kjarni lokaverkefnisins gerð leiðsagnarvefs fyrir kennara og nemendur í grunnskóla. Meginmarkmiðið með leiðsagnarvefnum er að efla áhuga nemenda á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla á náttúruvísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði og stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms. Hlutverk vefsins er að fjalla um vélfræðileg hugtök og veita stuðning við vélræna högun, hönnun, byggingu og forritun legó-þjarka til nota í kennslu. Vefurinn er byggður upp á stuttum kennslumyndum þar sem aðallega er notast við legókubba til útskýringar á helstu hugtökum í viðleitni til að höfða til nemenda og nálgast þeirra reynsluheim. Leiðsagnar-vefinn má finna á slóðinni http://lego.melaskoli.is/.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SveinnBjarki_MEd_til_lokaskila_30sep2014.pdf1.75 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna