is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20099

Titill: 
  • Netnotkun og netfíkn ungmenna í 6.-10. bekk í Fjarðabyggð
  • Titill er á ensku Internet use and internet addiction among adolescents in 6th-10th grade in Fjarðabyggð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stór hluti landsmanna eru reglulegir notendur netsins og hæsta hlutfall notenda í Evrópu er á Íslandi. Íslensk ungmenni eru engir eftirbátar annarra aldurshópa og hlutfall þeirra og tíminn sem þau verja á netinu eykst með ári hverju. Netið býður upp á mikla möguleika í námi, starfi eða áhugamálum hvers og eins notanda. Því miður er ekki öllum gefið að nýta sér það til framdráttar og ánægju og getur netnotkunin haft neikvæð áhrif á daglegt líf þeirra. Þessi neikvæðu áhrif eru tilefni rannsóknar minnar á netnotkun og netfíkn ungmenna í Fjarðabyggð. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var netnotkun 269 ungmenna (125 drengja og 144 stúlkna) í 6.–10. bekk grunn¬¬skólanna skoðuð og netfíknarkvarði Young nýttur til að meta net¬notkun þeirra. Hins vegar voru sendar spurningar til einstaklinga sem starfa á heilbrigðis-, menntunar- og félagssviði og hafa ólíkan bakgrunn í störfum sínum tengdum ungmennum. Samkvæmt net-fíknarkvarða Young mældust 218 (81%) þátttakenda með enga netfíkn. Með væga netfíkn mældust 40 (15%) og með meðal mikla netfíkn mældust 11 (4%). Ekkert ungmennanna mældist með netfíkn á háu stigi. Hæsta gildi á netfíknar¬kvarðanum var 75 stig og meðaltalið 20,1 stig. Ekki reyndist marktækur munur á netfíkn drengja og stúlkna en hins vegar var munur eftir skólastigi. Nemendur unglinga¬stigsins (M=23,1) mældust með marktækt hærri netfíkn en nemendur mið¬stigsins (M=15,4). Með væga netfíkn mældust 8 (8%) nemendur á miðstigi og 32 (19%) á unglingastigi en með meðal mikla netfíkn 1 (1%) miðstigs¬nemandi og 10 (6%) unglinga-stigsnemendur. Viðmælendur mínir voru sammála um að það er alltaf eða nánast alltaf hægt að aðstoða ungmenni sem glíma við netfíkn og er það jákvætt fyrir þau ungmenni sem þurfa á aðstoð að halda. Fyrst og fremst töldu þeir mikivægt að það væri góð samvinna milli heimila og skóla og að reglur væru settar um netnotkun ungmennanna og þeim leiðbeint svo þau lærðu að virða þær reglur. Með vitneskju um að tæp 20% ungmenna í Fjarðabyggð gætu átt í erfiðleikum með netnotkun sína er þörf á að skoða hvað hægt er að gera þeim til aðstoðar og rannsaka hvaða ástæður liggja að baki. Viðmælendur mínir telja fræðslu um netfíkn, fyrir ungmenni og foreldra þeirra, lykilatriði í forvörnum og að tómstundastarf ungmenna sé bæði gott og fjölbreytt.

  • Útdráttur er á ensku

    A large number of Icelanders have become regular users of the Internet with the highest usage ratio in Europe being in Iceland. Icelandic youths are not lagging behind other age groups in the country, and they spend more time each year using the Internet. The Internet offers each and every user plenty of opportunities when it comes to education, career or hobbies. Unfortunately, not everyone is able to use it to their advantage or pleasure and Internet usage can have a significantly negative impact on daily lives of many Internet users. These negative impacts are the subject of research study of Internet use and Internet addiction of young people in East Iceland. Adolescents in grades 6–10 in Fjarðabyggð’s Primary Schools (N=269, 125 boys and 144 girls) participated in a survey. Young’s Internet addiction scale was utilized to evaluate their Internet use. Additionally, questions were sent to individuals working with adolescents in the healthcare, education and sociology sectors. Based on Young’s scale, 218 (81%) of the participants would not be classified with Internet addiction. 40 (15%) would be considered having mild addiction and 11 (4%) considered with moderate addictions. None would be considered serious addicts. The highest value on the scale measured 75 points and the average measured 20.1 points. There was no significant gender difference regarding Internet addiction. However, Internet addiction was significantly higher among students in grades 8–10 (M=23.1) than students in grades 6–7 (M=15.4). There were 8 (8%) cases of minor addiction and 1 (1%) case of moderate addiction in grades 6–7, 32 (19%) cases in grades 8–10 and 10 (6%) cases of moderate addiction in grades 8–10. All staff members who were interviewed agreed that those who are dealing with Internet addiction could be helped. First and foremost, they said a good cooperation between student´s families and schools was an important factor and clear rules about the kid´s Internet access and usage and they had to be shown how to follow the rules in order to respect them. Knowing that roughly 20% of Fjarðabyggð's youth might have difficulty handling their Internet usage there is clearly a need to study this problem further and find out what reasons lie behind it and develop and test ways to prevent and treat such problems. My reasearch subjects thind that educating young people and their parents about Internet addiction would be a key factor in preventive measures and they also belive that hobbies and social activities should be good and diverse.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Netnotkun og netfíkn ungmenna í 6.-10. bekk í Fjarðabyggð.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna