is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20102

Titill: 
  • „Þetta er bara hluti af lífinu, þetta á ekki að stoppa okkur í einu né neinu“: Viðhorf 13-16 ára ungmenna með sykursýki tegund 1 og foreldra þeirra til félagslegrar þátttöku
  • Titill er á ensku How diabetes 1 can affect the social experience of 13-16 years old youngsters
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnis var að skoða hvort þátttakendum finnist sykursýkin hafa áhrif á daglegt líf og þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi innan og utan skóla. Um leið var aflað þekkingar sem gæti nýst til að bæta þjónustu eða stuðning við nemendur með sykursýki tegund 1. Einnig var reynsla þátttakenda af félagsstarfi skoðuð ásamt viðhorfi þeirra til viðburða innan skóla og í tómstundum.
    Til að afla upplýsinga var stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir og urðu viðtalsrannsóknir fyrir valinu. Tekin voru viðtöl við fjögur ungmenni með sykursýki tegund 1 á aldrinum 13-16 ára, tvo stráka sem voru 15 og 16 ára og tvær stelpur sem voru 13 og 14 ára. Einnig voru tekin viðtöl við foreldra þeirra. Þau sóttu alls fjóra grunnskóla, einn á höfuðborgarsvæðinu, einn á vesturlandi og tvo á norðurlandi. Leitast var eftir því að fá fram viðhorf þeirra og reynslu með opnum og djúpum samræðum.
    Niðurstöður sýna að ungmennin fjögur tóku virkan þátt í félags- og skólastarfi og leituðust við að láta sjúkdóminn ekki taka yfir líf sitt. Þau vilja láta koma fram við sig eins og alla aðra og vilja engann afslátt af þeirra daglegu störfum. Sykursýkin hefur lítil áhrif á félagslíf þriggja ungmennanna í rannsókninni og láta þau hana ekki stoppa sig í einu né neinu. Það fjórða sem er minna virkt í félagslífi telur það þó ekki vera einungis vegna sykursýkinnar heldur vegna slæms eineltis áður fyrr sem það er ennþá að vinna sig út úr. Allir þátttakendur tóku undir það að bæta þyrfti almenna fræðslu um sjúkdóminn til að auka líkur á því að viðeigandi hjálp gæti borist sem fyrst ef eitthvað skyldi koma uppá. Aðstöður í skólum eru misjafnar og geta sumar skapað erfiðar aðstæður, eins og að fá að mæla blóðsykur í skólastofunni, fyrir þá sem eru með þennan sjúkdóm. Flestir starfsmenn vilja þó vel og gera sitt besta, í flestum tilfellum, til að gera skólagöngu þeirra sem hafa sykursýki sem bærilegasta.
    Hagnýtt gildi verkefnis er að skapa þekkingu um líf barna með sykursýki tegund 1 í íslenskum grunnskólum, áhrif sjúkdómsins á félagslega þátttöku þeirra og sjá hvað hægt er að bæta til að auka lífsgæði þeirra.
    Lykilorð: Sykursýki tegund 1, ungmenni, félagsleg þátttaka

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to examine how and to what extent diabetes 1 affects daily life, leisure and social activities of youngsters aged 13-16 years old. Simultaneously, useful knowledge about how to improve support and services for pupils with diabetes 1 was gathered. Furthermore, participants´ experiences from organized social activities were examined and their views on school activities and leisure.
    Qualitative research methods were applied to gather data in the form of an interview study. Four pupils with diabetes 1 were interviewed, two boys aged 15 and 16 and two girls aged 13 and 14, and their parents. The pupils came from four different lower secondary schools in Iceland, one in the Capital Region, one on the West Coast, and two from up North. Their experiences were approached by applying unstructured in-debt interviews.
    The conclusions show that the youngsters were active in the leisure and school activities and tried not to let the disease take control of their lives. They want to be treated like everyone else and not have any discount given on their daily actions. The impact of diabetes 1 on social participation of the participants in the study varies. Some have experienced serious bullying while others have not been affected socially and thus lead an active social life. All participants agreed that improving general knowledge about the disease was necessary in order to provide appropriate assistance in case of emergency. Facilities in the schools differ and for instance measuring blood sugar in the classroom can often be problematic. In general the staff is doing their best to make the school attendance of pupils with diabetes as good as it can get.
    The practical value of this research is to improve knowledge about (a) life of pupils with diabetes 1 in lower secondary schools in Iceland, (b) the impact of the disease on their social participation, and (c) how to improve their quality of life.
    Key words. Diabetes 1, youngsters, social participation.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - „Þetta er bara hluti af lífinu, þetta á ekki að stoppa okkur í einu né neinu“.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna