is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20110

Titill: 
  • Þátttaka stjórnenda í aðlögun erlendra barna í leikskóla
  • Titill er á ensku Involvement of leaders in the integration of foreign children in preschools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í aðlögun barna með erlent ríkisfang í leikskóla og hvernig leikskóla- og deildarstjórar skólanna líta á hlutverk sitt í því ferli. Athyglinni var beint að því að sjá hvernig skólarnir skipuleggja aðlögun barna í leikskólann og hvort sérstök móttökuáætlun fyrir börn með erlent ríkisfang sé við lýði í skólanum. Jafnframt var leitað eftir skoðunum leikskóla- og deildarstjóra á því ferli sem fram fer við aðlögun barna með erlent ríkisfang í skólann og þátttöku þeirra í því ferli.
    Við öflun gagna var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru viðtöl við tvo leikskólastjóra og tvo deildarstjóra í tveimur leikskólum á sitt hvorum staðnum á landinu.
    Niðurstöður benda til að bæði leikskólastjórar og deildarstjórar eru sáttir við aðkomu sína að aðlögun erlendra barna í leikskóla og að sveigjanleiki sé lykilatriði í farsælu starfi. Með sveigjanleika er átt við að starfsmenn leikskóla verða að gera sér grein fyrir misjöfnum þörfum og leiðum sem hægt er að fara til að koma til móts við börn í aðlögun þeirra. .
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að lítill sem enginn munur er á aðlögunarferli íslenskra og erlendra barna í leikskóla. Hvorki leikskólastjórar né deildarstjórar telja þörf á því að hafa mismunandi aðlögunarferli hvað varðar aðlögun íslenskra og erlendra barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Involvement of leaders in the integration of foreign children in preschools
    The aim of this study was to gain insight into the integration of children with foreign citizenship in preschools and see how head teachers and department heads look at their role in the process. The focus was on how schools organize children's adjustment in preschools and whether special reception program for children of foreign nationality is in place in the schools. Further, the views of the leaders about the process that takes place in the integration of children with foreign citizenship in the schools were investigated, as their participation in the process.
    Qualitative research methods were used in collecting data. Interviews were conducted with two head teachers and two department heads in two preschools in different parts of the country.
    Results indicate that the leaders are satisfied with their involvement in the integration of foreign children in the preschools and that flexibility is a key factor in successful practice. Flexibility means that employees in preschools must realize varying needs and ways to use in the adaption process of children.
    Results of the study also show little or no difference in the adjustment of Icelandic and foreign children in preschools. Neither headmasters or heads of department considered it necessary to have a different adjustment in terms of adaptation of Icelandic and foreign children.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg.St.Hafþórsdóttir.M.ed.docx.pdf789.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna