is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20119

Titill: 
  • Frítímaefling : tómstundamenntun fyrir unga fíkla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu var að búa til námskeið byggt á tómstundamenntun sem á að stuðla að því að einstaklingar, ungir fíklar á aldrinum 18 til 24 ára, sem sitja námskeiðið geti fengið sem mest út úr frítíma sínum. Miklar líkur eru á að einstaklingar sem eru að koma úr virkri fíkn hafi lítið annað gert í frítíma sínum en að nota og verða sér út um meiri fíkniefni og þurfa þeir þar af leiðandi að læra alveg uppá nýtt að nota frítíma sinn á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Þetta námskeið er hugsað sem liður í þeirri vegferð.
    Námskeiðið, sem ber nafnið Frítímaefling, er í fimm hlutum þar sem lögð er áhersla á að auka tómstundavitund þátttakenda, að þeir kynnist tengingunni milli frítímans og hamingjunnar, fái fræðslu um kosti hreyfingar sem tómstundar, auk fræðslu um streitu og hvað sé hægt að gera í frítímanum til að draga úr henni, og að lokum að þeir fræðist um tómstundahindranir og hvernig megi yfirstíga þær.
    Verkefnið skiptist í handbók þar sem námskeiðinu er lýst og greinargerð þar sem grunnþættir námskeiðsins eru rökstuddir frá fræðilegu sjónarhorni. Í greinargerðinni er meðal annars sagt frá nafnlausum umsögnum sem þátttakendur gáfu eftir að hafa setið námskeiðið. Umsagnirnar eru í heild sinni jákvæðar og eru í samræmi við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifumtómstundamenntunar en þær gefa einmitt til kynna að tómstundamenntun geti nýst mörgum og ekki síst fíklum sem eru í endurhæfingarferlinu.
    Lykilorð: Greinargerð, tómstundir, tómstundamenntun, námskeið, hamingja, hreyfing, streita, tómstundahindranir, fíklar.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Skúli Traustason - Frítímaefling - greinargerð.pdf1.13 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Jón Skúli Traustason - Frítímaefling - handbók.pdf1.14 MBLokaður til...01.09.2114HandbókPDF