is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20121

Titill: 
  • Myndmenntastofan er griðastaður : getur myndmenntakennarinn haft jákvæð áhrif á líðan nemenda með ADHD greiningu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er að leita svara við því hvernig myndmenntakennarar geta komið til móts við þarfir nemenda með ADHD greiningar í grunnskólum og haft jákvæð áhrif á líðan þeirra. Í þeim tilgangi voru skoðaðar heimildir í ritum og á veraldarvefnum auk þess sem tekin voru viðtöl við kennara og listmeðferðarfræðing sem hafa góða reynslu af því að vinna með börn með ADHD í myndlist. Fjallað er almennt um orsakir og fylgiraskanir ADHD taugaþroskaröskunar en nemendur með ADHD greiningu glíma við ýmiss konar erfiðleika sem meðal annars hafa áhrif á námi og líðan þeirra í skólanum. Allir geta verið skapandi og það getur haft jákvæð áhrif á einstaklinginn og aukið lífsgæði hans að virkja sköpunarmáttinn. Hér er lagt til að myndmenntastofan verði nýtt sem úrræði fyrir nemendur með ADHD raskanir, því þar eru kjöraðstæður til að gefa nemendum tækifæri til að vinna á skapandi hátt. Myndmenntakennarinn getur átt þátt í því að efla áhugahvöt nemenda og koma á móts við þarfir nemenda með ADHD greiningu hvað varðar umhverfi og vinnuaðstöðu. Það skilar sér út í aðrar námsgreinar ef nemendur með ADHD fá tækifæri til að vinna á skapandi hátt, þjálfa félagsfærni í öruggu umhverfi og auka á þann hátt vellíðan.

Samþykkt: 
  • 26.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
10.10 lokaskjal Sigríður Margrét,.pdf663.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna