is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20128

Titill: 
  • Tengsl milli fjölskylduhæfni og sjálfsmyndar barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    This research discusses the relation between parental competence and childrens self-image and self-worth in a society like ours where there has been a lot of discussion regarding children and their analyses in the past few years. Not everyone agrees on the usefulness of these analyses and resources available to those in need. There is therefore a definite need for a deeper understanding of the reasons behind these problems and how to solve them.
    Research has shown a clear connection between self-image and self-worth and diverse problems that children battle with, as well as showing that parenting styles affect the moulding of self-image and a close connection between positive self-image and a close relationship, acceptance and warmth given by parents.
    Children are not born with their self-image, it starts developing at birth and continues on through adolescence, but the child has very little effect on the moulding of a strong or weak self-image. Parents and family play a much bigger role therein. Families are diverse, and so is their competence in making close relationships, showing feelings and warmth. Competent families have, according to research, a number of qualities contributing to a healthy growth and positive self-image in children.
    It is therefore important to gain an understanding of qualities related to competence in families, and what qualities in less competent families do not contribute to that growth. This information can be very useful in increasing the appropriate resources and bettering family competence where needed, as well as moulding the relevant education and information for parents of today and tomorrow, as a contribution towards a better self-image and well-being amongst children and adolescents.

  • Ritgerð þessi fjallar um tengsl foreldrahæfni og sjálfsmyndar og sjálfsvirðingar barna. Í samfélagi eins og okkar þar sem mikil og hávær umræða um börn og greiningar hefur átt sér stað undanfarin ár er þörf fyrir dýpri skilning á því hvers vegna vandamálin eru til komin og hvað má betur fara. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi greininganna og úrræðin sem boðið er upp á til þess að takast á við þau vandamál sem geta komið upp hjá börnum. enrannsóknir hafa sýnt fram á skýr tengsl milli sjálfsmyndar og sjálfsvirðingar og ýmissa vandkvæða hjá börnum. Fjölmargar rannsóknir sýna að uppeldishættir foreldra hafi mikil áhrif á það mótun sjálfsmyndar. og hafa rannsóknir meðal annars sýnt fram á tengsl milli jákvæðrar sjálfsmyndar og náinna tengsla, viðurkenningar og hlýju frá foreldrum. Sjálfsmynd barna er ekki meðfædd, heldur hefst mótunarferli hennar strax við fæðingu og heldur áfram fram yfir unglingsárin. Börnin sjálf hafa lítil áhrif á það hvers konar sjálfsmynd þau þróa með sér, hvort hún er sterk, veik eða einhvers staðar þar á milli heldur eru það foreldrar og fjölskylda barnanna sem spila þar stærsta hlutverkið. En fjölskyldur eru jafn mismunandi og þær eru margar, sem og færni þeirra og geta til að mynda tengsl, sýna tilfinningar og hlýju. Sýnt hefur verið fram á hvernig góð færni fjölskyldna felur í sér ýmsa þá eiginleika sem stuðla að heilbrigðum þroska og myndun sterkrar sjálfsmyndar barna. Það er því mikilvægt að öðlast skilning á þeirri fjölskyldufærni sem hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd barna annars vegar og hins vegar hvaða þættir í minna hæfum fjölskyldum eru síður til þess fallnir. Slíkar upplýsingar geta verið mjög gagnlegar til að veita megi viðeigandi þjónustu og móta viðeigandi úrræði fyrir börn og fjölskyldur í því augnamiði að bæta og styrkja fjölskyldufærni þar sem þess er þörf auk þessað móta viðeigandi fræðslu og upplýsingar, bæði fyrir orðna og verðandi foreldra til að stuðla að bættri sjálfsmynd og þar með velferð barna og ungmenna.

Samþykkt: 
  • 26.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karólína Markúsdóttir-print2pdf.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna