is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2012

Titill: 
  • Áhrif myndræna boðskiptakerfisins PECS á boðskiptafærni og hegðun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru athuguð áhrif PECS (Picture Exchange Communication System) þjálfunar á frumkvæði til boðskipta, munnlega tjáningu og hegðun þriggja ungra barna (meðalaldur var þrjú ár) með einhverfu. PECS er óhefðbundin boðskiptaleið þróuð af Frost og Bondy (1994) þar sem helsta markmiðið er að kenna barninu að hafa frumkvæði að boðskiptum. Einnig voru athuguð áhrif fræðslu um PECS til starfsfólks leikskóla á samskipti milli þeirra og barnanna í hóp¬aðstæðum. Íhlutun barnanna fólst í þjálfun á fyrstu þremur stigum í PECS og íhlutun til starfsmanna fólst í fræðslu um PECS og leiðum til að auka tækifæri til boðskipta fyrir börnin í daglegu starfi. Áhrif PECS þjálfunar á frumkvæði, tjáningu og óæskilega hegðun barnannna voru metin með því að nota A–B–C einstaklings¬rannsóknarsnið með margfaldri grunnlínu milli þátttakenda. Mælingar á grunn¬línuskeiði, íhlutunarskeiði og eftirfylgdarskeiði hjá hverjum þátttakanda og milli þátttakenda sýndu, að öll börnin náðu tilsettum færniviðmiðum þessarar rannsóknar sem endurspegla stigvaxandi færni til að eiga boðskipti við aðra. Á sama tíma jókst munnleg tjáning hjá öllum börnunum og hjá þeim börnum sem sýndu óæskilega hegðun í þjálfunaraðstæðum dró úr þeirri hegðun. Boðskiptafærni hjá börnunum viðhélst yfir 4 og 10 vikur. Til að meta áhrif fræðslu fyrir starfsfólk á boðskipti milli þeirra og barnanna í hópaðstæðum var notað A–B einstaklings¬rannsóknarsnið. Áhrifin voru lítil, sem gæti bent til að ítarlegri fræðsla um PECS sé nauðsynleg svo leikskólabörn með einhverfu fái fleiri tækifæri til boðskipta í daglegum aðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt jákvæð áhrif PECS þjálfunar á boðskiptafærni og óæskilega hegðun einstaklinga með einhverfu. Þess er vænst að þessi rannsókn geti komi að notum fyrir foreldra, starfsfólk, og aðra sem sinna þjálfun, kennslu og skipulagi á þjónustu fyrir börn með einhverfu í leikskólum á Íslandi.
    Abstract:
    This study examined the effects of PECS (Picture Exchange Communication System) on the initiation to communicate, speech and problem behavior of three young children (3 years old on average) with autism. PECS is an augmentative communication system, developed by Frost and Bondy (1994), that focuses on teaching the child to initiate communication interactions. In addition the effects of staff- training on interactions between staff and children in natural group settings were explored. The intervention for the children included training in the first three phases of PECS. Staff training included lectures on how to use PECS and procedures to improve opportunities for communication for children in daily routines. To examine the effects on PECS training on children's initiations to communicate, emergence of speech and problem behavior, an A–B–C single subject design with multiple baseline across participants was used. Measures on baseline, training and follow-up phases within each and between participants indicated that all children met learning criteria targeted in this study which reflects increasing skills to communicate with others. At the same time children's use of speech increased, and problem behavior decreased for the children who exhibited problem behavior in training settings. Maintenance of children's communication skills was shown after 4 and 10 weeks. An A–B single-subject design was used to evaluate the effect of staff training on interactions between children and staff in natural group settings. The effects turned out to be modest, indicating that more thorough staff training is needed in order for preschool children with autism to have more opportunities to communicate in natural settings. The results of this study support previous reasearch findings which have documented positive results of PECS training on communication and problem behavior of individuals with autism. In addition, this study provides a detailed example of how PECS training can be used by preschool staff and parents to increase communication skills of children with autism in Iceland.

Athugasemdir: 
  • M.A. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
  • 21.11.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrK_verkefni..pdf5.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna