ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20141

Titlar
  • Samband ímyndar upprunalands og vörumerkjavirðis byggingavöruverslana

  • en

    The relationship between country of origin image and brand equity in the construction market

Skilað
Janúar 2015
Útdráttur

Ímynd upprunalands og vörumerkjavirði eru hugtök sem mikið hefur verið fjallað um innan markaðsfræðinnar síðastliðin ár en ekki hefur verið eins mikið fjallað um sambandið á milli þessara tveggja hugtaka. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort og þá hversu mikið ímynd upprunalands skýrir vörumerkjavirði byggingavöruverslana. Samkvæmt fræðunum verður vörumerkjavirði til út frá víddum vörumerkjavirðis. Kannað var hvort að ímynd upprunalands hefði áhrif á víddir vörumerkjavirðis og hvort að víddirnar hefðu áhrif á vörumerkjavirðið sjálft. Höfundi er ekki kunnugt um að sambandið milli ímyndar upprunalands og vörumerkjavirðis byggingavöruverslana hafi verið rannsakað áður.
Megindleg rannsókn var framkvæmd dagana 28. október-10. nóvember 2014 þar sem spurningarkönnun var send út á netinu sem skilaði 666 svörum. Þýði rannsóknarinnar var fólk búsett á Íslandi og úrtakið nemendur við Háskóla Íslands. Þýska byggingavöruverslunin Bauhaus var notuð sem rannsóknareining þar sem kannað var viðhorf íslenskra neytenda til Bauhaus.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að marktæk tengsl voru á milli ímyndar upprunalands og vörumerkjavirðisvíddanna vörumerkjavitund/hugrenningatengsl við vörumerki og skynjuð gæði. Engin marktæk tengsl voru hins vegar á milli ímyndar upprunalands og vörumerkjavirðisvíddarinnar vörumerkjatryggð.
Engin marktæk tengsl voru á milli víddarinnar vörumerkjavitund/hugrenningatengsl við vörumerki og vörumerkjavirðisins annars vegar og víddarinnar skynjuð gæði og vörumerkjavirðisins hins vegar. Hins vegar hafði víddin vörumerkjatryggð marktæk tengsl við vörumerkjavirðið. Niðurstöðurnar gefa því til kynna að ímynd upprunalands skýri ekki vörumerkjavirði byggingavöruverslana.

Samþykkt
4.12.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Halldór Orri Björn... .pdf785KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna