is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20156

Titill: 
  • Hefðbundin meðferð eða skaðaminnkandi nálgun: Hver eru viðhorf og þekking félagsráðgjafanema?
  • Titill er á ensku Traditional Method or Harm Reduction Approach: Social Work Students' Knowledge of and Attitude Towards Different Treatments
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Auknar líkur eru á því að verðandi félagsráðgjafar muni sinna einstaklingum með áfengis- og vímuefnavanda á starfsferlinum. Meginhlutverk þjónustunnar er að meta ástand skjólstæðinga og finna leiðir til úrræða. Mikilvægt er að skoða viðhorf og þekkingu félagsráðgjafanema á mismunandi meðferðarnálgunum til að öðlast betri skilning á þörfum þeirra fyrir fræðslu um áfengis- og vímuefnavanda.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að forprófa réttmæti og áreiðanleika íslensku útgáfu mælitækisins Treatment Attitude Scale (TAS). Hins vegar var tilgangurinn að kanna viðhorf og þekkingu félagsráðgjafanema á hugtökum eins og skaðaminnkandi nálgun og hefðbundinni nálgun í áfengis- og vímuefnameðferð.
    Aðferð: Gerð var megindleg þverskurðarrannsókn sem fól í sér spurningalistakönnun. Í úrtaki voru 204 félagsráðgjafanemar í námi við Háskóla Íslands haustið 2014. Við gagnaúrvinnslu var notast við SPSS. Lýsandi tölfræði var beitt til að lýsa eiginleikum tölulegra gagna og gerð var þáttagreining.
    Niðurstöður: Svarhlutfallið var 100% (n=204). Af heildarúrtakinu voru karlar 10%, flestir voru á aldrinum 18 - 30 ára (66%) og flestir voru á fyrsta námsári (33%). Þáttagreining leiddi í ljós tvo þætti, áreiðanleiki þátta (Cronbach´s Alpha) var viðunandi: Skaðaminnkandi nálgun (α.77) og hefðbundin meðferð (α .74). Þáttahleðslur fyrir þáttinn skaðaminnkandi nálgun voru frá .569-.790 og fyrir þáttinn hefðbundin meðferð .602-.746. Marktækur munur var á milli viðhorfa nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi til skaðaminnkandi nálgunar (p <.01).
    Ályktanir: Mælitæki rannsóknarinnar reyndist áreiðanlegt og réttmætt þó frekari breytinga sé þörf á því til að aðlaga það betur til notkunar í rannsóknum í íslenskum aðstæðum. Ætla má að nemendur í framhaldsnámi í félagsráðgjöf aðhyllist frekar skaðaminnkandi nálganir en þeir sem eru í grunnnámi. Gagnsemi mismunandi meðferðarnálgana þarf að skoða frekar, aukin þekking á þessu viðfangsefni gæti gagnast félagsráðgjöfum sem starfa á sviði áfengis- og vímuefnavanda.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: There is increased probability that future social workers will assist individuals suffering from alcoholism and/or substance abuse during their career. The major function of this service is to evaluate the state of the clients and find appropriate treatment. It is important to examine the social work students´ attitudes and knowledge of various approaches to gain a better understanding of their needs for information about alcoholism and substance abuse.
    Aim: The aim of this research is on the one hand to test the validity and reliability of the instrument Treatment Attitude Scale (TAS). On the other hand the aim was to survey the
    attitudes and knowledge of students in social work of the concepts of harm reduction approach and more traditional approaches in the treatment of alcoholism and substance
    abuse.
    Method: This was a quantitative cross sectional research based on a questionnaire survey. The sample was 204 social work students at the University of Iceland in the autumn 2014. SPSS was used to process the data. Descriptive statistics was used to describe the statistical qualities of the data and a principal component analysis was performed.
    Results: The response was 100% (n=204). Males were 10% of the sample, most in the age range 18-30 years (66%) and most were in their first year (33%). The principal component analysis discovered two factors, the reliability of the factors (Cronbach´s Alpha) was satisfactory: The harm reduction approach (α .77), traditional treatment (α .74). The loadings
    for the factor harm reduction approach were from .569-.790 and for the factor traditional treatment .602-.746. There was significant difference between the attitudes of undergraduate students and postgraduate students to the harm reduction approach (p˂.01).
    Conclusions: The instrument used in this study proved to be reliable and valid even though further changes are needed to the instrument to make it better suited for research in the
    Icelandic context. Supposedly, postgraduate students in social work tend more towards harm reduction approach than those who are undergraduates. The utility of different treatment approaches needs further examination, increased knowledge of this subject could be useful for those social workers who work with alcoholism and substance abuse.

Samþykkt: 
  • 12.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástríður Halldórsdóttir-nytt.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna