is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20164

Titill: 
  • Þriðja foreldrið: Hagsmunir barns af því að eiga fleiri en tvo foreldra að lögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilliti til hærri skilnaðartíðni, frekari viðurkenningu samfélagsins á barneignum samkynhneigðra og þeirra tækniframfara sem hafa orðið á seinni árum eru fjölskyldur nú margbreytilegri en áður. Börn eiga oft og tíðum fleiri en tvo foreldra sem ala þau upp frá upphafi eða koma til síðar. Löggjöf og réttarframkvæmd gerir þó einungis ráð fyrir því að barn geti átt tvo foreldra í lagalegum skilningi. Verður því kafað í það hvort sú tilhögun laganna samrýmist friðhelgi fjölskyldu sem birtist í 71. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 eða hvort þörf sé á frekari endurskoðun laga svo þau geri ráð fyrir þeim ólíkum fjölskyldugerðum sem hafa fest sig í sessi. Markmið ritgerðarinnar er að svara hvort ástæða sé til að bregðast við með tilliti til breyttra aðstæðna. Verður leitast við að svara því hvort rök mæla með að opna eigi fyrir þann möguleika að barn ætti að geta átt fleiri en tvo foreldra í lagalegum skilningi, þar sem hagsmunir barnsins verða hafðir að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf162.02 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaritgerð.pdf306.72 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna