is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20168

Titill: 
  • Vinnubrögð, siðareglur og vandamál blaða- og fréttamanna á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þau helstu vandamál sem íslenskir blaða- og fréttamenn glíma við vegna umfjöllunar um fréttir og fréttatengt efni. Fjallað er um vinnubrögð, vinnureglur og siðareglur blaða- og fréttamanna á Íslandi og erlendis og þessar reglur bornar saman. Því næst er greint frá niðurstöðum sérfræðingakönnunar meðal blaða- og fréttamanna, þar sem leitað var eftir viðhorfum þeirra til ýmissa mála sem hafa áhrif á vinnubrögð þeirra og möguleika þeirra til þess að auðsýna vandvirkni, nákvæmni og sanngirni. Þessar niðurstöður sýna m.a. að íslenskir blaða- og fréttamenn telja aðhaldshlutverk þeirra vera mikilvægt og að ýmislegt í umhverfi þeirra hafi átt að stuðla að faglegum framförum, en að við ýmis vandamál sé við að etja, eins og nálægðarvanda, tímaþröng, vinnuálag og auknar framleiðnikröfur. Það er meginniðurstaða að íslenskum blaða- og fréttamönnum sé gert illkleift að ástunda gagnrýna/harða fréttamennsku. Í ljósi niðurstaðna könnunarinnar er síðan rætt um mögulegar leiðir að auknum gæðum í vinnubrögðum og fjallað um nálgun gagnrýninnar greiningar og í niðurstöðukafla ritgerðarinnar eru settar fram tillögur til úrbóta.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis the author discusses the main problems Icelandic journalists and reporters face when they cover news and news related material. Codes of Practice and Ethics of Icelandic and international journalists are discussed and compared. The author then outlines the findings of an expert survey conducted amongst experienced journalists and reporters, where he sought their input as to matters that affect their practices and possibilities to secure e.g. elaboration, accuracy and fairness. These findings show e.g. that Icelandic journalists and reporters look on their role as watchdogs as important and that factors in the environment should have brought about professional advancement, but some obstacles hinder this, e.g. the proximity problem (the smallness of the society), lack of time, the heavy workload and harder demands for productivity. It is a fundamental finding that Icelandic journalists and reporters experience grave difficulties in trying to practice critical/hard reporting. In light of these findings the author then discusses possible ways towards increased professional quality, the perspective of critical analysis and finally some recommendations for changes are put forth.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentaða eintakinu sem er varðveitt í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Friðrik Þór 2006 pdf.pdf703.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna