is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20173

Titill: 
  • Ekki á minni vakt. Þáttur foreldra í vernd barna sinna gegn andlegu og kynferðislegu ofbeldi í íþróttum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Megin markmið þessarar ritgerðar var að opna fyrir umræðu og kanna hvort ofbeldi er til staðar í íslenskum íþróttum. Markmið ritgerðarinnar var einnig að auka við þekkingu um ofbeldi innan íþrótta, ásamt því að skoða sérstaklega afreksfólk í íþróttum í tengslum við ofbeldi innan þessa sviðs. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að afreksfólk í íþróttum er sá hópur, sem er í sérstakri hættu að verða fyrir ofbeldi innan íþrótta.
    Höfundur ákvað að nálgast viðfangsefnið með því að skoða fræðilega þekkingu og rannsóknir á þessu málefni. Í framhaldi af því ákvað hann að framkvæma megindlega spurningalistakönnun á viðfangsefninu. Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar barna sem keppa í yngri landsliðum fyrir Íslands hönd. Viðfangsefni rannsóknarinnar voru börn sem teljast vera afreksmenn í sinni íþróttagrein. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 165 foreldrar barna sem voru á aldursbilinu 13-17 ára. Svarhlutfall var 60%. Megin markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna hvort foreldrar barnanna höfðu vitneskju um að barn þeirra hefði orðið fyrir andlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi innan íþróttarinnar. Hins vegar var markmiðið að athuga hvort áhugi væri meðal foreldra á að fá fræðslu um ofbeldi innan íþrótta.
    Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að foreldrar barnanna upplifi að börn þeirra verði fyrir andlegu ofbeldi innan íþrótta en hafi ekki vitneskju um að börn þeirra hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan þeirra. Niðurstöður bentu jafnframt til að foreldrar hafi áhuga á að fá fræðslu um ofbeldi innan íþrótta. Sýndu niðurstöður einnig að foreldrar, sem sjálfir voru afreksmenn í íþróttum, virtust hafa aðra sýn á ofbeldi innan íþrótta en aðrir foreldrar sem voru áhugamenn. Áhugi foreldra á fræðslu um ofbeldi innan íþrótta var að einhverju leyti háður því hvort foreldrið var sjálft fyrrum afreksmaður eða áhugamaður.
    Lykilorð: Andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, afreksíþróttir, börn, fræðsla.

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this essay was to open for discussion and investigate if violence exists within Icelandic sports. The purpose was also to widen the knowledge about violence within sports and also research especially outstanding/elite athletes in sports associated with violence in this fieldThis study investigates children who compete in Icelandic national sport teams and examines whether their parents are aware if their child has been subject to psychological and / or sexual abuse within the sport. The parents are asked about educational programs that deal with this type of violence and whether they would personally attend such education. The study focuses on children that are outstanding/elite athletes as foreign research shows that that group is especially at-risk of being abused.
    Parents are furthermore asked about their own experience with sports and whether they were accomplished/elite athletes themselves or not. The object of this study is to open a dialogue and discuss abuse in sports and try to establish whether it is an existing problem in Icelandic sports whilst also raising people‘s awareness of the issue.
    The researcher also investigates whether there is a basis for developing educational material for parents about abuse in sports with social works holistic view.
    A survey was conducted and 165 parents of children between the ages of 13-17 in national youth teams competing in five different sports were asked to fill out a questionnaire. 99 parents participated which is a 60% response rate.
    The results show that parents are aware of psychological abuse in sports but are not aware of their children having suffered sexual abuse. Furthermore, the result clearly states that parents would like more information on psychological and sexual abuse in sports. Parents who were outstanding/elite athletes themselves have a different opinion on abuse and education than parents who were not.
    Key words: Psychological violence, sexual abuse, outstanding/elite athletes, children, and education.

Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafdís Inga Hinriksdóttir.pdf893.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna