is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20183

Titill: 
  • 110% skuldaleiðréttingarleið: Greining á árangri og misfellum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari fræðilegu samantekt er að skoða áhrif skuldavanda á hegðun og freistni lánþega með hliðsjón af hvort skuldalækkun til lánþega beri árangur fyrir efnahagslífið. Greindar voru erlendar rannsóknarniðurstöður og kenningar, aðallega á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Rakin voru áhrif skuldavanda á einkaneyslu, skuldalækkun í kjölfar kreppu og freistnivanda hagsmunaðila. Erlendar rannsóknarniðurstöður voru bornar saman við greiningar og rannsóknir um skuldalækkun til heimilanna samkvæmt 110% leiðinni. Helstu niðurstöður úr erlendu rannsóknunum leiða í ljós að flestir lánþegar sem eru í skuldavanda halda áfram að greiða svo framarlega sem þeir eru ekki í greiðsluvanda. Skuldalækkun til lánþega í skuldavanda var talin hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu meðal annars vegna þess að skuldavandi hafði almennt bein áhrif á neyslulán. Í því sambandi ber að hafa í huga ólíka lánamarkaði við samanburð á milli landa. Skuldalækkun bar jafnframt í sér freistnivanda samkvæmt erlendu rannsóknunum. Helstu niðurstöður úr 110% leiðinni leiða í ljós að skuldalækkunin var ekki skilvirk fyrir hagkerfið þar sem aðgerðin hafði hverfandi áhrif á greiðsluvanda, áhrif á einkaneyslu voru lítil en freistnivandi var nokkur. Draga má þær ályktanir af erlendu rannsóknunum að gjaldfærir lánþegar hefðu ekki hætt að greiða þrátt fyrir skuldavanda og að meiri skilvirkni hefði fengist við að beina skuldalækkun til lánþega í greiðsluvanda.

Samþykkt: 
  • 18.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaGuðrúnJóhannsdóttir_BSc_verkefni.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna