is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20206

Titill: 
  • Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Birtingarmyndir fötlunar og fatlaðs fólks í íslenskum barna- og unglingabókmenntum
  • Titill er á ensku The portrayal of disability and disabled people in Icelandic children and youth literature
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna birtingamyndir fötlunar og fatlaðs fólks í íslenskum barna- og unglingabókum. Ritgerðin er á sviði fötlunarfræða og byggir á niðurstöðum innihalds- og þemagreiningar á fjörtíu íslenskum barna- og unglingabókum sem gefnar voru út á tímabilinu 1780 til 2010 þar sem fötlun kemur við sögu. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á og leita svara við hvernig fötlun og fatlað fólk birtist í íslenskum barna- og unglingabókum fyrr og nú, hvaða sjónarhorn og skilning á fötlun og fötluðu fólki er þar að finna, og hvernig umfjöllun um fötlun hefur þróast og breyst á því tímabili sem rannsakað var. Greiningin var unnin út frá sjónarhorni fötlunarfræðanna, þeim margbreytilega skilningi á fötlun sem þar er fjallað um og rýnt í hvort og hvernig þessi skilningur birtist í bókunum. Jafnframt var skoðað hvaða staðalmyndir af fötluðu fólki væri þar að finna. Birtingamyndir fötlunar voru í meginatriðum í samræmi við þann marbreytilega skilning sem er að finna innan fötlunarfræða. Frásögn í anda trúarlegra sjónarhorna var sjaldgæfust. Sá skilningur sem oftast birtist var annarsvegar læknisfræðilegt sjónarhorn á fötlun sem afbrigðileika eða galla á einstaklingnum svo og það viðhorf að fötlunin fæli í sér harmleik. Hins vegar voru félagsleg sjónarhorn víða ríkjandi og kom sá skilningur á fötlun og fötluðu fólki oft fyrir í þeim bókum sem rannsakaðar voru, einkum nýrri bókunum. Niðurstöður bentu til þess að staðalímyndir um fötlun í barna- og unglingabókum séu samhljóma þeim sem finna mátti almennt í samfélaginu á hverjum tíma. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að átt hefði sér stað hægfara en merkjanleg þróun í afstöðu og umfjöllun um fötlun og fatlað fólk í íslenskum barna- og unglingabókum og virtist hún í flestum atriðum í samræmi við breytt hugarfar og samfélagslegan skilning á fötlun og aðstæðum fatlaða fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við svipaðar erlendar og innlendar rannsóknir.

  • Útdráttur er á ensku

    This MA thesis focuses on the images of disability and disabled people in Icelandic literature for children and youth. In all 40 books published between 1780 and 2010 were selected for analysis with the aim to answer how disability is presented. The study was carried out in year 2013 and 2014. The method of analysis was content analysis. The goal of the study was to examine the understanding and representation of disability presented in the stories, if and what stereotypes were present, and what roles were allocated to disabled characters. The books were also analysed in order to examine how discussion and presentation of disability had developed can changed over the years and a historical view of the development of understanding of disability. Findings indicate that the stereotypical presentation within the books reflects those in society at large. Most of the classical historical understanding of disability can be found in the books and there is a historical development towards a more up to date view of disability as time goes by. The findings are similar to those of international studies of disability in children’s literature.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð+-+Það+læra+börnin+sem+fyrir+þeim+er+haft+-+Birtingarmyndir+fötlunar+og+fatlaðs+fólks+í+íslenskum+barna-+og+unglingabókmenntum..pdf804.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna