is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20222

Titill: 
  • Jákvæðar skyldur Íslands í sakamálaréttarfari
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um athafnaskyldur íslenskra stjórnvalda í sakamálaréttarfari. Fjallað er um með hvaða hætti alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leggja á stjórnvöld jákvæðar skyldur við meðferð sakamála. Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur þar sérstaklega mikið vægi en einnig ber að hafa í huga aðrar alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri glæpastarfsemi.
    Fjallað er í stuttu máli um helstu réttindi sakborninga, en þau setja ákveðin mörk á athafnaskyldur stjórnalda og stundum mætti tala um togsteritu á milli þessara þátta.
    Fjórði kafli ritgerðarinnar fjallar um íslenskt sakamálaréttarfar í ljósi kenninga um jákvæðar skyldur. Er þar fjallað um hlutverk lögreglu og ákærenda og rannsóknarúrræði lögreglu. Fjallað er um þá þætti í ljósi formkrafna sem jákæðar skyldur leggja á stjórmvöld við rannsókn sakamála. Einnig er fjallað um fyrirbyggjandi starf lögreglunnar, í hverju það felst og að hvaða leyti lögreglunni er heimilt eða skylt að starfa með forvirkum hætti. Er við þá umfjöllun gerð grein fyrir hugmyndum að forvirkum rannsóknarheimildum lögreglunnar. Litið verður til Norðurlandanna við þá umfjöllun. Einnig er fjallað um vitnavernd en alþjóðasamfélagið leggur sífellt meiri áherslu á mikilvægi þess að vernda vitni gegn ógnum sem að þeim steðja.
    Í ritgerðinni er einnig fjallað um þá stöðu ríkissaksóknara að hafa ekki haft tök á því að sinna eftirlitshlutverki sínu eins og best verður á kosið auk þess sem málsmeðferðartími hjá embættinu hefur lengst talsvert. Þessi staða veikir burði íslenskra stjórnvalda til að uppfylla jákvæðar skyldur sínar í sakamálaréttarfari en vonir eru bundar við nýtt frumvarp um skipan ákæruvalds en í því má lesa afgerandi viljayfirlýsingu til að ráða bót á þeirri stöðu.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnús Baldursson.pdf793.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna