is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20226

Titill: 
  • Refsingar vegna ærumeiðinga. Tillaga að breytingum á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og skaðabótalögum nr. 50/1993
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar snýr að kanna hvort rök standi til þess að breyta meiðyrðalöggjöfinni hér á landi, á þá leið að æruverndin yrði alfarið flutt úr almennum hegningarlögum, þar sem hún er nú, yfir á svið einkaréttarins. Nú þegar er kveðið á um einhverja æruvernd í skaðabótalögum nr.. 50/1993, þar sem er að finna heimild til að dæma miskabætur í b-lið 1. mgr. 26. gr.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. I. hluti skiptist í þrjá kafla. Í fyrsta kafla er fjallað um æruna og vernd hennar. Hugtakið er skilgreint og rakið hvort og þá með hvaða hætti vernd ærunnar er stjórnarskrárbundin. Þar á eftir er farið yfir æruvernd í alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum sem Ísland er aðili að. Að lokum beinist umfjöllunin svo að ákvæðum íslenskra laga um æruvernd, bæði í almennum hegningarlögum og skaðabótalögum. Í öðrum kafla er fjallað um tjáningarfrelsið. Þar er fjallað um vernd 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. Mannréttindaasáttmála Evrópu og þá sér í lagi hvaða skilyrði takmörkun á tjáningarfrelsinu þarf að uppfylla. Í þessi umfjöllun er sérstaklega vikið að aðferðafræði Mannréttindadómstóls Evrópu. Í þriðja kafla er fjallað um hvort refsingar séu heppileg viðurlög við ærumeiðandi ummælum. Þar er vikið að því hvaða jákvæðu skyldur hvíla á ríkinu til að tryggja vernd ærunnar og röksemdir með og á móti refsingum vegna ærumeiðinga. Í kjölfarið er fjallað um breytingar á hegningarlögum Norðmanna, sem felldu refsingar vegna ærumeiðinga úr gildi. Að því loknu er fjallað um sérstakar röksemdir um æruvernd á tilteknum sviðum og íslenskan rétt. Að lokum eru niðurstöður I. hluta dregnar saman og afstaða tekin til þess hvort rök standa til þess að breyta fyrirkomulagi æruverndar hérlendis.
    Í II. hluta ritgerðarinnar eru, með hliðsjón af niðurstöðum I. hluta, gerðar tillögur að breytingum á íslenskri löggjöf um ærumeiðingar. Tillögurnar eru settar fram í formi frumvarps til laga um breytingar á almennum hegningarlögum og skaðabótalögum. Við skrif kaflans var leitast við að gera hann þannig úr garði að tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að tillögurnar tækju gildi. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að flest ákvæði XXV. kafla almennra hegningarlaga sem fjalla um æruvernd séu felld úr gildi. Á það við um ákvæði sem fjalla um refsingar vegna móðgana, aðdróttana og ómerkingu ummæla. Gert er ráð fyrir að b-liður 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga taki til flestra þeirra tilvika sem þarna falla undir, ekki hefur verið dæmd refsing samkvæmt ákvæðunum í lengri tíma, auk þess sem löggjöf sem heimilar refsingar vegna ærumeiðinga er ekki í samræmi við ríkjandi mannréttindaviðhorf.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Refsingar vegna ærumeiðinga - tillaga að breytingum á almennum hegningarlögum og skaðabótalögum.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna