is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2024

Titill: 
  • Í túninu heima : lífssaga Alexanders Gíslasonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífssögurannsókn þessi er lokaverkefni mitt í viðbótarnámi til B.A.-prófs í þroskaþjálfafræðum frá Kennaraháskóla Íslands sem hófst haustið 2007 og lýkur haustið 2008 frá menntavísindasviði Háskóla Íslands eftir sameiningu þessara tveggja háskóla í júní 2008.
    Lífssögurannsóknin er saga karlmanns með þroskahömlun sem fæddist árið 1918 og dó árið 1991 og bjó alla sína ævi í sveit. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á líf hans, ásamt því að fá sýn á viðhorf samfélagsins til fólks með þroskahömlun á þeim tíma. Þátttakendur í rannsókninni voru bæði karlar og konur, fædd á árunum 1923 – 1971 og voru ættingjar og vinir lífssögupersónunnar. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð og gagna aflað með viðtölum sem notuð voru við gagnagreiningu og uppbyggingu lífssögunnar. Helstu niðurstöður gáfu til kynna að lífssögupersónan var heilsteyptur einstaklingur með jákvæða sjálfsmynd en virðist ekki hafa notið fulls sjálfræðis og sjálfsákvörðunarréttar. Niðurstöður sýna að samfélag hans tíma hefur komið til móts við hann á jákvæðan hátt og reynt að skapa honum sambærileg lífsgæði og annarra að mestu leyti. Framlag hans og þátttaka í daglegu lífi og störfum var mikils virði fyrir heimili hans og nánasta umhverfi og hefur eflaust einnig verið honum sjálfum mikils virði. Þrátt fyrir að lífssögupersónan hafi ekki fengið neina samfélagslega þjónustu má túlka heildarniðurstöður á þann veg að hann mátti teljast heppinn með aðstæður sínar, við neikvæða reynslu af stofnanalífi og útilokun frá samfélaginu.

Athugasemdir: 
  • Þroskaþjálfafræði
Samþykkt: 
  • 26.11.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
allt skjalið.pdf407.35 kBLokaðurHeildartextiPDF