is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20269

Titill: 
  • Hin menntaða mær: Áhrif menningarbundinna hugmynda á háskólamenntun kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort menningarbundnar hugmyndir um samfélagslegt hlutverk kvenna hafa áhrif á háskólamenntun kvenna á Íslandi. Í umfjöllun minni verður efnið skoðað út frá hugmyndum og kenningum kynjamannfræði og þar er kenning Michelle Rosaldo um innra og ytra rými og kenning Edwin Ardener um þöggun sérstaklega notaðar til hliðsjónar. Íslenskt samfélag hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því að konur voru nær útilokaðar frá menntun og til dagsins í dag þar sem karlar og konur hafa jafnan rétt til náms. Sú rótgróna hugmynd um að konur sem aðeins húsmæður var upphafið að baráttu kvenna fyrir menntun og embættum á 19.öld. Fjallað verður um hvernig konur leituðu leiða til að breyta þessum hugmyndum og með því fá aukin réttindi í samfélaginu. Í seinni hluta ritgerðarinnar verður farið yfir stöðu kvenna á Íslandi í dag þegar kemur að menntun og atvinnu. Sérstaklega verður fjallað um tvo þætti, kynbundið námsval og kynbundin launmun. Skoðað verður hvort sömu hugmyndir um hlutverk kynjanna hafi ennþá áhrif og hverjar séu þá afleiðingar þess. Komist er að þeirri niðurstöðu að þær hafi í raun enn áhrif og birtist það meðal annars í mismunandi vali kynja á námi og í tölum um óútskýrðan kynbundin launamun.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_Laufey (1)fullbuin.pdf384.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna