is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20280

Titill: 
  • HIV, innflytjendur og félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • HIV er mjög ungur en útbreiddur sjúkdómur og er algengi hans og dreifing mismunandi eftir heimsálfum og landsvæðum. Flestir sem hafa greinst búa í þróunarríkjum eins og Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Það er misjafnt til hvaða aðgerða lönd hafa gripið til að sporna við honum og hefur það áhrif á viðhorf fólks til sjúkdómsins. Því minni þjónusta því meiri ótti og fordómar. Fólksflutningar eru orðnir tíðir milli heimsálfa og landa og hefur það því færst í vöxt að HIV-jákvæðir flytji á milli landa. Það hefur orðið til þess að heildarfjöldi HIV-jákvæðra hjá ýmsum ríkari þjóðum heims hefur aukist verulega. Í þessari ritgerð er skoðað hvaða áhrif þetta hefur haft fyrir innflytjendur sjálfa og landið sem þeir flytja til. Einnig hvað megi betur fara til að tryggja innflytjendum sem best lífsgæði. Aðstæður í þremur ríkjum; Bretlandi, Svíþjóð og á Íslandi eru skoðaðar sérstaklega. Því er velt upp hvernig félagsráðgjafar henta sem hluti af móttöku landa fyrir innflytjendur. Íslenskar rannsóknir á HIV-jákvæðum útlendingum liggja ekki fyrir en evrópskar rannsóknir sýna að innflytjendur hafa oft minni þekkingu og önnur viðhorf til HIV en aðrir íbúar landsins. Það þarf því að mæta innflytjendum með öðrum hætti en þeim innfæddu. Félagsráðgjafar þurfa því að beita menningarnæmni og aðlaga nálgun sína að sérþörfum þeirra. Þjóðir standa sig jafnframt misvel við að taka á móti innflytjendum. Þær geta staðið sig vel á sumum sviðum en verið lakari á öðrum. Flest lönd sem skoðuð voru geta bætt um betur.

Samþykkt: 
  • 8.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf707.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna