is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20293

Titill: 
  • „Ég deili ekki hverju sem er.“ Smitáhrif efnismarkaðssetningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta rannsóknarverkefni fjallar um það ferli sem á sér stað þegar lesendur blogga dreifa skilaboðum vörumerkja áfram á netinu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvað skipti lesendur íslenskra blogga máli þegar kom að því að deila efni áfram á netinu og var litið til bloggsamfélagsins Trendnets sem rannsóknareiningar. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Hvað drífur fylgjendur bloggara áfram í því að dreifa skilaboðum vörumerkja?
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem gögnum var safnað með djúpviðtölum við sjö konur sem lesa blogg á vefsetrinu Trendnet að staðaldri.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að til þess að viðmælendur hefðu áhuga á að deila efni sem innihélt skilaboð vörumerkja eða öðru efni, yrði það að vera áhugavert og innihaldsríkt fyrir þá sjálfa. Almennt töldu viðmælendur mestar líkur á að þeir deildu efni sem skipti þá persónulega miklu máli. Tilfinningarík skilaboð voru talin líklegust til árangurs og þá sögðust viðmælendur frekar deila fyndnum eða hneykslanlegum skilaboðum. Viðmælendur upplifðu markaðssetningu á íslenskum bloggsíðum sem mikið áreiti og höfðu neikvætt viðhorf til hennar. Flestir töldu slíka umfjöllun einkennast af gagnrýnislausum lofræðum um vörur eða þjónustu og voru allir sem einn sammála um að slík efnistök skertu trúverðugleika þess sem setti efnið fram.
    Niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir fremstu fræðimanna á sviði efnismarkaðssetningar sem leggja áherslu á að sköpun efnis sem er viðeigandi, áhugavert og einstakt fyrir viðskiptavini sé lykillinn að árangursríkri markaðsfærslu á netinu. Gerð er ítarleg grein fyrir nýjustu hugmyndum um markaðsfærslu á netinu og í raun settur fram leiðarvísir að þeim þáttum sem nauðsynlegt er að fyrirtæki sem hafa einhverja ásýnd á netinu hafi í huga.

Samþykkt: 
  • 8.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja Björk Garðarsdóttir.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna