is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20302

Titill: 
  • Tæknigreiningu beitt á afurðaverð í sjávarútvegi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvort aðferðir tæknigreiningar gætu reynst gagnlegar til að greina þróun og spá fyrir um afurðaverð í sjávarútvegi. Samtöl við framleiðendur og söluaðila í íslenskum sjávarútvegi leiddu í ljós að ekki er vitað til þess að slík greining hafi áður farið fram hér á landi.
    Í verkefninu var helstu matsaðferðum tæknigreiningar beitt samkvæmt útreikningum vísa á verðbreytingum fiskimjöls, eftir gögnum frá Chr. Holtermann ANS. Samhliða við aflestur af vísum voru einnig helstu mynstur og stefnur í kortum hafðar til hliðsjónar. Fjórum vísum var beitt á 24 ára langa verðsögu fiskimjöls, en sagan nær yfir 780 verðskráningar á FAQ fiskimjöli. Vísarnir sem voru notaðir til greiningarinnar voru EMA (e. estimated moving average), ADX (e. average directional index), RSI (e. relative strength index) og slembivísir (e. stochastic oscillator).
    Kaupmerki í greiningunni sem urðu í kjölfar rofs á viðnámslínum reyndust undantekningalaust rétt. Kaup- eða sölumerki frá slembivísi reyndust einnig oft gefa rétta raun, þá sér í lagi þegar RSI gaf merki um svipað leyti. ADX vísirinn var aðeins notaður til stuðnings við greiningu á öðrum vísum og mynstrum. Merki vegna skarandi EMA vísa stóðust einnig í rannsókninni.
    Greiningin takmarkaðist af því að skoða þurfti löng tímabil í senn sökum fjölda verðskráninga. Því líða jafnvel nokkur ár á milli kaup- og sölumerkja í rannsókninni, en hæpið er að framleiðendur komi til með að safna birgðum í slíkan tíma. Með þéttari skráningu um viðskipti á fiskimjöli eða annarri sjávarafurð væri hægt að spá fyrir um afurðaverð til skemmri tíma litið og þannig aukið hagnað fyrirtækis, takist vel til við greiningu og geymslu afurðar.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tæknigreiningu beitt á afurðaverð í sjávarútvegi - Haraldur Pálsson.pdf3.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna