is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20303

Titill: 
  • Virði upplýsingatæknifyrirtækja: Virði og verð Plain Vanilla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta markmið þessarar ritgerðar er að skoða verðmat upplýsingatæknifyrirtækja frá sjónarhorni virðis og verðs. Munur á virði fyrirtækja og markaðsverði þeirra getur verið mikill. Algengt er að upplýsingatæknifyrirtæki sem skila ekki hagnaði eru samt sem áður talin mjög verðmæt. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla er eitt af þeim. Eitt af því sem aðgreinir upplýsingatæknifyrirtæki frá hefðbundnum fyrirtækjum er hve stór hluti virði þeirra er byggður á óefnislegum eignum ásamt lokavirði þeirra.
    Þrátt fyrir að hægt sé að notast við hefðbundnar aðferðir við verðmat á upplýsingatæknifyrirtækjum er merkilegt að þess konar fyrirtæki eru oft metin miðað við notendafjölda. Þegar fyrirtæki í upplýsingatækni, og þá sérstaklega samfélagsmiðlar og tölvuleikjafyrirtæki, eru borin saman þá eru lykilmælikvarðar í hlutfalli við notendur skoðaðir. Kennitölur líkt og EV/notenda, tekjur/notenda og markaðsvirði/notenda eru dæmi um slík hlutföll.
    Þegar Plain Vanilla er skoðað með því markmiði að áætla virði þess, auk þess að meta aðal áhrifavald á verð þess, kemur í ljós að hagnaður fyrirtækisins þarf að aukast mikið á næstu árum til þess að hægt sé að réttlæta virði þess. Hins vegar eru möguleikar Plain Vanilla á að skapa tekjur og hagnað nokkuð miklir, og það byggist á stórum hluta á fjölda notenda fyrirtækisins, og mögulegar framtíðar tekjur af þeim. Heildarvirði Plain Vanilla miðað við hvern notenda er lægra en hjá sambærilegum fyrirtækjum, en líklegt er að verð fyrirtækisins muni aukast töluvert takist því að framkvæma áætlanir sínar um að herja á nýja markaði og þróa Quiz Up í samfélagsmiðil.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þröstur Þráinsson.pdf622.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna