is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20306

Titill: 
  • Stefnumótun í samgöngumálum. Samspil framkvæmdarvalds og löggjafarvalds 1971-2000
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á löggjafarstarf í samgöngumálum á tímabilinu 1971-2000, hvaða aðilar áttu frumkvæði að þingmálum og mótuðu meðferð þeirra og innihald. Hér er kastljósinu beint að samspili Alþingis og framkvæmdarvalds og þá sérstaklega hlutverki stjórnsýslu. Enn fremur er athyglinni beint að útgjaldafrekum framkvæmdum og tekið dæmi af ákvarðanaferli við gerð áætlana um jarðgangagerð á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar. Í því sambandi er leitast við að svara því hverjir í raun mótuðu almennt stefnuna í málaflokkum ráðuneytis. Metið verður hvort Alþingi í löggjafarstörfum sínum sé háð ríkisstjórnum (framkvæmdarvaldinu), sé nokkurs konar „afgreiðslustofnun“ fyrir ríkisvaldið. Eða hvort þessu er ef til vill öðru vísi varið, að ríkisstjórn og ráðherrar séu háðir vilja Alþingis á hverjum tíma við afgreiðslu þingmála.
    Leitað var fanga í prentuðum og óprentuðum heimildum (einkum á vefum Alþingis og stofnana samgönguráðuneytisins).
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að ekki verður séð við athugun á þeim þingmálum samgönguráðuneytisins sem tekin voru til umfjöllunar í þessari ritgerð að það hafi hallað á Alþingi við vinnslu og afgreiðslu þeirra og víðs fjarri að álykta að Alþingi hafi verið „afgreiðslustofnun“ fyrir ríkisvaldið (samgönguráðuneytið). Mótun og meðferð þingmála fór fram í nánu samspili ráðuneytis og Alþingis. Enn fremur er það niðurstaða höfundar ritgerðarinnar að þáttur hagsmunaaðila við undirbúning og vinnslu þingmála var víða verulegur og því ekki hægt að álykta annað en að þeir hafi átt töluverðan þátt í mótun stefnunar í samgöngumálum á því tímabili sem hér um ræðir.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HSK BA-ritgerð lokaútgáfa.pdf864.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna